..::Gleðileg Jól::..
Kæra fjölskylda ættingjar og vinir.
Mig langar til að óska ykkur gleðilegra Jóla, stútfullum af gleði hamingju og kærleika.
Með þökk fyrir allt gamalt og gott á liðnum árum og megi nýja árið veita ykkur lífsgleði og kátínu í áður óþekktu magni .

Þessum jólum eyði ég á hafinu sem er í sjálfu sér ekki svo slæmt, við vitum þetta með löngum fyrirvara og þetta er eitthvað sem þarf að gera.
Það er samt ekki hægt að segja að þetta sé auðvelt, hvorki fyrir mig né mína nánustu, en við reynum að sigla í gegn um þetta eins og annað, það koma önnur Jól og þá verður bara meira gaman.

Aðfangadagurinn hjá mér er ekki ósvipaður öðrum dögum hér um borð, ég vakna og mæti á mína vakt, borða svo hádegismat sem er ekkert frábrugðin öðrum máltíðum.
Við reynum að hlusta eitthvað á útvarpið ef það er hægt og hringjum í fólkið heima.
Um kvöldið eldum við Hangikjöt með uppstúf Ora grænum baunum rauðkáli og þess háttar dúlleríi, ekkert laufabrauð.Við borðum saman þessir fjórir Íslendingar og reynum að hafa þetta eins jólalegt og hægt er. Eftir matinn þá heldur maður áfram á sinni vakt og hringir kannski aftur heim og heyrir í sínum. Eftir vaktina stautar maður svo niður í klefann sinn og opnar pakkana sem maður hafði með sér að heiman. Já einhvernvegin svona líður aðfangadagurinn hjá mér á hafinu, kannski ekki mjög litríkur dagur en dagur samt ;).

Ég bið svo Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niður komin, munið að það hjálpar ekkert að vola því þetta gæti örugglega verið verra.
Horfið frekar eftir ljósu punktunum í lífinu, þeir eru allstaðar, njótið lífsins til fullnustu því það er allt of dýrmætt til að því sé eytt í einhverja einskinsnýta vitleysu vol og kjökur.
Takið utan um þá sem ykkur þykir vænt um of knúsið þá, það er engin sem ég þekki hefur ekki gott af stóru knúsi öðru hvoru, það þarf ekkert að skammast sín fyrir það, við erum öll svipuð inn við beinið ;).
Þið fáið öll risastórt Jólaknús frá mér.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Stundum virkar þetta comment kerfi ekki, hef ekki hugmynd út af hverju, það má líka alveg eins nota gestabókina.
Nafnlaus sagði…
Elsku bróðir er með hugann hjá þér Gleðileg Jól 1000 kossar

Thelma stóra
Nafnlaus sagði…
hehehehe núna var stafaflækjir að stríða mér það er sko 14 jólasveinninn ég meinti náttúrulega Thelma stóra systir en hitt á nú reyndar við líka
Nafnlaus sagði…
Stórt jólaknús frá okkur við söknum að hafa þig ekki hjá okkur
knús og koss Guðný
Nafnlaus sagði…
JÓLAKNÚS frá okkur hafðu það sem allra best á hafinu um jólin kveðja Brynja og Bjarki
Nafnlaus sagði…
Hæhæ, vona að þú hafir það gott í dag, söknum þín mikið.Jólaknús og Kossar Kveða Hjördís og Alfonso!
Nafnlaus sagði…
Við hugsum til þín eins og alltaf, guð gefi þér gleðileg jól og gangi þér allt í haginn. þú færð stórasta jólaknúsið frá okkur hér í Kríulandi. (her er komið snjóföl aftur og hvasst og hryssingslegt veður verð inni í dag að njóta jólagjafanna.
Nafnlaus sagði…
Elsku frændi.
Ég ætla ap taka til mín þessa yndilegu jólakveðju sem þú sendir og láta þig vita í leiðinni að ég drakk malt og appelsín fyrir þig í gærkveldi og verður sennilega það gott af því að það fæðast bara meiri stefnuljós og rass sem þarf að festa upp með axlaböndum.
Sendi þér alveg gommu og glás af kreistum. Mikið er gott að eiga svona fallega sál eins og þig fyrir frænda.
Bestu kveðjur á sjóinn yndiegur.
Hrönn frænka.

Vinsælar færslur af þessu bloggi