..::Nú þyrfti flækjubókina::..
Þá er gamla árið fokið út í buskann og enn eitt árið byrjað, ég segi eins og kerlingargarmurinn sem spurð var á síðustu metrunum hvort þetta hefði ekki verið lengi að líða, „ekki það sem liðið er“ og það er akkúrat þannig. Mér finnst eins og ég hafi komið um borð í gær en samt er ég búin að vera mánuð um borð. Gamlársdag Áramótunum og Nýársdag eyddum við í löndun svo það fór lítið fyrir hátíðarhöldum hjá okkur, ekki gat ég séð að Geitahirðarnir í Nouakchott hefðu verið að bruðla með peninga í flugeldakaup því þar kom ekki svo mikið sem púff þaðan. Við áttum aftur á móti stóran skammt af neyðarflugeldum og blysum en þegar á hólminn kom þá hafði ég ekki kjark til að puðra því upp, ég var að vísu búin að spyrja herinn hvort það væri í lagi og fá jákvætt svar, en svo varð einhvern vegin ekkert úr því, það bara sofnaði.
En ég get ekki sagt að nýja árið fagni okkur þótt þessi löndun hafi gengið stórslysalaust fyrir sig.
Í morgun ákvað stb togspilið að nú væri það búið að vera nógu lengi stopp, það laumast til að slaka svolítið í rólegheitunum fyrst engin sæi til, þegar menn svo loksins tóku eftir því hvað var í gangi var allt komið í eina heljarinnar flækju. Já það er ekki beint spennandi verkefni að vera með 2000m af 36mm stálmergsvír í einni eilífðarflækju, ég verð að játa að mér féllust algjörlega hendur þegar ég var kallaður á vettvang þessara leiðu atburða , en þetta er verkefni sem við erum að reyna að leysa og satt best að segja gengur það frekar stirðlega ennþá, þetta er ótrúleg vinna og ekki sú einfaldasta.
Við vonumst samt til að einhvertímann í framtíðinni ráðum náum við að greiða úr þessari flækju og sólin skíni aftur beint í trýnið á okkur.
Bið Guð almáttugan að leiða ykkur eftir krákustígum lífsins, þeir eru vandrataðir og hálir þessa síðustu og verstu daga, betra er að vera í fylgd kunnugra.
Þá er gamla árið fokið út í buskann og enn eitt árið byrjað, ég segi eins og kerlingargarmurinn sem spurð var á síðustu metrunum hvort þetta hefði ekki verið lengi að líða, „ekki það sem liðið er“ og það er akkúrat þannig. Mér finnst eins og ég hafi komið um borð í gær en samt er ég búin að vera mánuð um borð. Gamlársdag Áramótunum og Nýársdag eyddum við í löndun svo það fór lítið fyrir hátíðarhöldum hjá okkur, ekki gat ég séð að Geitahirðarnir í Nouakchott hefðu verið að bruðla með peninga í flugeldakaup því þar kom ekki svo mikið sem púff þaðan. Við áttum aftur á móti stóran skammt af neyðarflugeldum og blysum en þegar á hólminn kom þá hafði ég ekki kjark til að puðra því upp, ég var að vísu búin að spyrja herinn hvort það væri í lagi og fá jákvætt svar, en svo varð einhvern vegin ekkert úr því, það bara sofnaði.
En ég get ekki sagt að nýja árið fagni okkur þótt þessi löndun hafi gengið stórslysalaust fyrir sig.
Í morgun ákvað stb togspilið að nú væri það búið að vera nógu lengi stopp, það laumast til að slaka svolítið í rólegheitunum fyrst engin sæi til, þegar menn svo loksins tóku eftir því hvað var í gangi var allt komið í eina heljarinnar flækju. Já það er ekki beint spennandi verkefni að vera með 2000m af 36mm stálmergsvír í einni eilífðarflækju, ég verð að játa að mér féllust algjörlega hendur þegar ég var kallaður á vettvang þessara leiðu atburða , en þetta er verkefni sem við erum að reyna að leysa og satt best að segja gengur það frekar stirðlega ennþá, þetta er ótrúleg vinna og ekki sú einfaldasta.
Við vonumst samt til að einhvertímann í framtíðinni ráðum náum við að greiða úr þessari flækju og sólin skíni aftur beint í trýnið á okkur.
Bið Guð almáttugan að leiða ykkur eftir krákustígum lífsins, þeir eru vandrataðir og hálir þessa síðustu og verstu daga, betra er að vera í fylgd kunnugra.
Ummæli