..::Þarf þetta að vera svona?::..
Merkilegt með þetta eldsneytisverð hérna á klakanum, það er alltaf eins og það séu engar byrgðir til í landinu, útsöluverð á bensínstöðum fylgir núverandi heimsmarkaðsverði, en þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá eru alltaf svo miklar byrgðir til að það eru engar forsendur til að lækka, merkilegt.
Eiga ekki að vera til hið minnsta tveggja mánaða eldsneytisbyrgðir í landinu?

Þegar ég var að keyra á hafnarsvæðinu fyrir nokkrum dögum sá ég að það var verið að keyra steypubíl um borð í gömlu Grímseyjarferjuna, mér fannst það ögn merkilegt þar sem nýja ferjan lá á norðurgarðinum aðgerðarlaus.
Eftir því sem ég kemst næst þá var verið að ferja þennan steypubíl út í Grímsey, en þar sem menn treystu ekki nýju ferjunni í þennan flutning þá var brugðið á það ráð að nota gömlu ferjuna.
Það eru líklega ekki öll kurl komin til grafar í þessu ferjumáli, sjálfsagt eru landsmenn orðnir leiðir á þessum eilífu sorgarfréttum af þessari vesalings ferju og þegja þunnu hljóði þegar eitthvað heyrist af þessu verslings fleyi, öll viljum við gleyma þessum harmleik sem fyrst.
En kannski verður endirinn sá að það þarf að hafa gömlu ferjuna með þeirri nýju til að framkvæma þau verkefni sem hún ræður ekki við, það yrði nú til að toppa þá vitleysu sem flestir héldu að ekki yrði hægt að toppa.

En þá að máli málanna, á þriðjudagsmorgun dreif ég mig út í góða veðrinu og byrjaði að setja fléttuna ofan á skjólveggina á pallinum, ég var að brasa í því mest allan dagin og var langt komin seinnipartinn, bara nokkuð lukkulegur með mig.
Um kvöldið fórum við Rúnar og Krissi í að hífa trilluna á land en það var sex mánuðum of seint, hún hefur legið ónotuð í höfninni í allan vetur og safnað hafnargjöldum.
En betra er seint en aldrei og nú er hún komin á þurrt og fær væntanlega smá andlitslyftingu á næstu vikum, svo hún verði klár í sumarvertíðina.

Á miðvikudaginn hélt ég svo áfram í pallinum alveg þangað til ég var búin með listana sem ég hafði í verkefnið, þessir listar voru hvergi til í nágrenninu svo það þurfti að panta þá frá Reyðarfirði.
Þar sem ekki var hægt að vinna í pallinum notaði ég tímann og breytti hjólakerrunni í sleðakerru, það var sáraeinföld aðgerð sem fólst aðallega í því að setja plötu ofan á kerruna, svo sótti ég sleðann upp að skíðaskála, hann datt í gang og var vandræðalaus við mig.
Það gekk vel að setja hann upp á kerruna og taka hann af, meira þurfti ekki til að gleðja mig.
En ég þarf aðeins að lagfæra plötuna svo hún verði eins og ég vill hafa hana, setja stýringar fyrir skíðin og skrúfa á hana renning úr gömlu belti þá verður þetta bara flott.

Fimmtudagur. Fór loksins í að setja spangirnar á vatnskassana á hjólinu, þurfti að kippa vatnskössunum af og skipta um kælivökva á vélinni ásamt því að þetta var smá bras, en bara skemmtilegt bras.
Eftir hádegi tókum við Guðný garðhúsgögnin og bárum í þau olíu.
Listarnir voru mættir í Húsó og kippti ég þeim heim, það hefur örugglega ringt fyrir austan, þeir voru blautir og fóru beint inn í skúr í þurrk. Ég löglega afsakaður í að bera í þá í bili, kannski að ég sulli á þá í dag.
Nú er aftur á móti skítaveður 0.4 °C og ekkert veður til útivinnu.

Setti inn myndir á myndasíðuna “loksins!” :).

Læt þetta duga núna.
Bið Guðs engla að flögra yfir ykkur hvar sem þið eruð niður komin, munið eftir góða skapinu og bjartsýninni það skemmir aldrei fyrir að hafa þetta tvennt með.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
já það er þetta með bensínverðið,er ekki bara að koma tími á að nota reiðhjól?
Bæði hollt og gott og eyðir öllu umframspiki.
Nafnlaus sagði…
Sæll félagi þú hefur alltaf góðar skoðanir á hlutunum ég kíki af og til á bloggið þitt . kv Sævar
Nafnlaus sagði…
Jú auðvitað hefur maður gott af því að hjóla, en ég kýs frekar að hafa hjólið mótordrifið.
Það er samt víða pottur brotin, ég sé td ekki ástæðu til þess að ég borgi vegaskatt af bensíni á slátturvélina eða snjósleðann.

Vinsælar færslur af þessu bloggi