..::Vorveður::..
Það er búið að vera alveg rosalega gott veður á okkur í dag, sól og bíða og sannkallað vorveður.
Ég lét verða af því að skipta yfir á sumardekkin á bílnum eftir hádegið, það verður víst einhvertímann að taka einhverja sénsa ;), en ég er búin að vera hugsa um að skipta í nokkrar vikur, en alltaf þegar ég hef ætlað að rjúka í þetta þá hefur byrjað að snjóa.
Þegar sumardekkin voru komin undir þá voru álfelgurnar svo skítugar að ég ákvað þrífa þær, og fyrst kústurinn var komin á loft þá lá beinast við þvo bílinn.

Í framhaldinu fór ég með Brynju í húsasmiðjuna til að hjálpa henni að kaupa stálnagla skrúfur steintappa skrúfjárn og skrúfbita, eða með öðrum orðum lámarksbúnað fyrir einstæðar mæður svo þær geti bjargað sér.
Nú þegar þetta var komið heim þá skrúfaði ég upp fyrir hana eina trérimlagardínu og setti saman nokkrar hillur sem hún ætlar svo að bæsa.

Nú og nýjustu fréttir af dollunni(Erlu) eru þar gengur allt þokkalega og krafsast ágætlega upp hjá þeim greyjunum 6-11-14 bank bank, nú loksins er komin sumar á hattinum og líða þeir áfram í logni og þoku hvern einasta dag.

Ég hef aðeins verið að kíkja á vefmyndavélar hér og þar í veröldinni undanfarið, aðallega samt þar sem ég þekki einhvern, það getur verið gaman að sjá hvernig veðrið er hingað og þangað þó þetta verði bara gluggaveður sem maður sér.
Allavega langaði mig til að sjá hvernig veðrið væri hjá Bjarna vini mínum í Seattle í gær, og þá rakst ég á flottustu vefmyndavéla uppsetningu sem ég hef enn séð á netinu.
Ég mæli með að þið lítið á flotta vefmyndavélauppsetningu á eftirfarandi link http://www.spaceneedle.com/ svo veljið þið webcam efst á síðunni.
Svona ætti þetta að vera í hverri borg, ekki satt?.

Nú er steikarailmurinn úr eldhúsinu búin að fanga athygli mína, best að hætta þessu bulli og kanna málið.

Bið Guðs útvöldu engla að passa ykkur fyrir mig.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi