..::Engin heima::..
Það var einmannalegt í kotinu í morgun, Hjördís er suður í Hafnafirði og Einar Már gisti hjá Kalla frænda sínum í nótt.
Það var eiginlega ekkert að gera og allt svo tómlegt, verður þetta kannski svona þegar maður verður gamall? Við kúrðum bara uppí rúmi og horfðum á barnaefnið, vonandi vex maður aldrei upp úr því að njóta góðra teiknimynda.

Það var ekki nema 5°C hiti hérna í morgun og hellirigning en undir hádegið fór að rofa til og sólin fór að gægjast niður, það rætist kannski úr þessu.
Við erum svo boðin í skírnarveislu inn á Akureyri í dag hjá Nínu og Timma, í dag á að skíra tvíbbana. Það er aldrei að vita nema ég taki myndavélina með og taki einhverja myndir, ég ætla allavega að reina að muna eftir henni...því ef ég þekki þetta rétt þá verður eitthvað myndarlegt á ferðinn............

Spjallaði aðeins við Haddó á MSN í morgun, auma hjá henni að þurfa að mæta í skólann á skírdag :(, en þótt það sé sjálfsagt gaman úti á Spáni, þá held ég samt að hugur litlu systur sé heima á klakanum og ég er eiginlega handviss um að hún vildi frekar gúffa í sig páskaegg í faðmi fjölskyldunnar en að hokrast þarna úti .
Mér sýnist þetta stefna í einhverja átveislu hérna hjá okkur um páskana, húsfrúin hamast við að setja á tertur og mér skilst að það séu allavega tvö matarboð í farvatninu um páskana þar sem við komum öll saman eldum og chillum ,)........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi