..::Taka tvö::..
Eftir hádegið skrúfaði ég bílkústinn á garðslönguna og dreif í að þvo gluggana í kofanum, það var alveg hætt að sjást út fyrir drullu.
Svo fór ég í tölvuna og rakst þá á þessa fínu þýðingarsíðu þar sem maður getur þýtt stuttan texta, skjöl nú eða heimasíður.
Auðvitað byrjaði ég að slá um mig á spænsku, svona fyrir litlu systur ;) hehehe.
Um miðdaginn var boðið upp á franska súkkulaðiköku ala Guðný svona rétt til að seðja sárasta hungrið fyrir veisluna miklu, ekki viljum við nú vera eins og úlfar þar :Þ:P).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi