..::Helgarsportið::..

Laugardagurinn.
Byrjaði á að fara í heilun í bjarmann.
Eftir Bjarmann fór ég í að skipta um aftara driftannhjólið í hjólinu, setti ég 48tanna tannhjól í stað 42tanna sem var undir.
Þegar ég var búin að skrúfa gamla tannhjólið af og það nýja á hófst samsetningin, það gekk eins og smurt en nú var keðjan orðin of stutt :(.
Nú varð að leita á náðir næsta hjólamanns, og viti menn hann átti nýja ohringjakeðju, ég fékk hana lánaða gegn því að skila honum nýrri.
Nú var ekkert að vanbúnaði og var drifið í að setja saman, en nýja keðjan var of löng svo að það þurfti að stytta hana aðeins svo þetta fittaði saman.
Ég fékk mér smá rúnt og allt virkaði eins og lög gerðu ráð fyrir.

Og nú var komið að bílnum! Dreif þvottakútstinn út og byrjaði að þvo af bílnum drulluna, en þegar mesti óþverrinn var farin sat eftir tjörufjandinn.
Nú varð að úða drossíuna alla í tjöruhreinsi og byrja meðferðina aftur, náttúrulega mætti allt flutningsliðið akkúrat meðan ég var á kafi í tjöruslagnum.
Drossían var fyrir og vildi liðið að ég drifi þennan tjöruslag af í snatri svo hægt yrði að hefja útburðinn á búslóðinni sem var í geymslu í kjallaranum.
Með því að bera mig nógu aumlega bukta mig og beygja fékk ég fimmmínútna gálgafrest til að skola bílinn og koma honum burt ú planinu.
Það rétt slapp fyrir horn, og nú var tekið til við að flutningana, þetta gekk hratt og vel og var öllum flutningum lokið klukkan þrjú.
Þá tók við uppröðun og fl, ég lét mig hverfa um fjögur, brynjaði mig sparkaði hjólinu í gang og fékk mér rúnt. Gat ómögulega beðið lengur eftir að prufa hvernig tannhjólið kæmi út, jú hjólið er miklu sprækara og skemmtilegra. Að vísu hefur hámarkshraðinn lækkað niður undir hundraðið, en það er í fínu lagi enda er hámarkshraði á þjóðvegum landsins ekki nema níutíu svo að þetta sleppur allt :).

Gærkvöldinu eyddum við svo hjá Brynju, horfðum á söngvakeppnina og sugum upp úr nokkrum baukum.

Sunnudagur.
Kúrðum fram að hádegi í dag, það er frekar kuldalegt og nokkur vilt snjókorn á sveimi hérna á Dalvíkinni.
Guðný var eitthvað að stússast í gardínum með Brynju í dag en ég var í letikasti og morraði yfir imbanum.
Í dag þegar Guðný ætlaði að fara á bílnum þá vildi hann ekki í gang, við nánari athugun reyndist það vera næringarskortur sem hrjáði.
Varð ég að fara með brúsa niður í Olís og pumpa á hann og fara svo og brynna bílnum.
Þegar búið var að hella úr brúsanum á tankinn þá rauk hann í gang í fyrsta starti.
Ég fór svo á sandinn í dag og fékk mér hressingargöngu, og kom endurnærður eftir gönguna beint í kvöldmatinn.

Kvöldinu á svo að eyða í enn meira sjónvarpsgláp.
Bið þann sem öllu ræður að passa ykkur fyrir mig.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi