..::Skírnarveislan::..
Skírnarveislan innfrá í gær stóð alveg undir væntingum, byrjaði athöfnin í kirkjunni.
Þar fór lítil tveggja ára dama á kostum og minnti mig svolítið á það hvernig Hjördís var á þessum aldri. En þetta gekk allt eins og það átti að ganga og ég held að allir hafi verið ánægðir, stúlkurnar voru skírðar Þrúður Kristrún og Jónína Vigdís :).
Eftir athöfnina í kirkjunni var boðið til veislu, þar svignuðu borðin undan kræsingunum og allir fengu eins og þeir í sig gátu látið. Við vorum ekki komin heim fyrr en klukkan tíu í gærkvöldi og var þá lagst beint yfir imbakassan.
Ég tók náttúrulega myndavélina með eins og ég lofaði, og smellti inn nokkrum myndum inn................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi