..::Örstutt páskablogg::..
Frekar rólegur dagur í dag, fékk mér smá göngutúr eftir hádegið og vísiteraði bæinn.
Svo kíktum við aðeins til Brynju þar sem ég setti upp nokkrar hillur og buffaði nokkra stálnagla í veggina svo hægt væri að setja upp myndir og fl.
Það er víst innflutningspartý hjá Brynju í kvöld og allt verður að vera klappað og klárt ;).
Við aðeins við hjá Gunna og Dísu því Guðnýu vantaði uppskrift að einhverjum heitum rétti? En þetta innlit hjá þeim hjónum bjargaði aðveg magavöðvunum, langt síðan ég hef hlegið svona mikið ;)..
Í kvöldmatinn var flugvél(chicken) og borðaði Kalli Gumm hjá okkur enda var bara Svínalund heima hjá honum oj oj :(.
Á meðan ég útbjó sósuna á flugvélina útbjó Guðný tvo heita rétti í innflutningspartý fröken Brynju, ekki það að Brynja hefði beðið um aðstoð neeeei, Guðnýu fannst bara öruggara að hafa nóg á boðstólnum svo engin færi svangur heim.
Og eftir flugslysið plampaði hún yfir til systur sinnar hlaðin mat til að tryggja það að litla systir yrði ekki afétin. Kalli og Einar hjóluðu niður á vídeóleigu en ég notaði tímann til að pikka þetta bull inn í tölvuna :).
Læt þetta nægja í dag.
Vona heitt og innilega að Guð gefi ykkur öllum hamingju og gleði páska.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi