..::Siglum seglum þöndum::..
Í gær lallaði ég yfir í suðurbæjarlaugina, synti nokkrar ferðir dormaði í pottinum skellti mér í gufuna og bakaði mig dágóða stund á sólbekk í blíðunni.
Þegar ég kom svo um borð aftur var búið að fresta öllum tilraunum til morguns :(.
Í gærkvöldi fékk ég mér svo langa kvöltgöngi í blíðunni og virti skipin í höfninni fyrir mér, það er mikil umferð í þessari höfn og margvísleg skip sem sækja þjónustu til Hafnarfjarðar enda er þar ein besta hafnaþjónusta sem klakinn bíður uppá.
Ég þjófstartaði svo aðeins á blaðapokanum frá mömmu áður en ég sveif á vit draumalandsins.
Sunnudagur til sælu.
Vaknaði klukkan átta í morgun en kúrði svo þangað til að ég heyrði aðalvélina fara í gang. Klukkan tíu renndum við svo út úr höfninni í fyrstu prufu dagsins, það gekk þokkalega og nú voru menn sáttari við gripinn, búið var að binda upp úr tólf.
Það þurfti að fínstilla einn strokk og taka svo aðra prufu. Slepptum klukkan tvö í prufu tvö þennann daginn ;), nú voru allir spésialistar ánægðir, svo að þessi rúntur var í styttri kantinum og vorum við komnir upp að bryggju upp úr þrjú.
Spesíalistarnir tíndu mælitækin sín og verkfærin í land en við gerðum skipið klárt til brottfarar, mamma og pabbi litu svo aðeins við rétt áður en við slepptum.
Klukkan sautjánhundruð slepptum við í Hafnarfirði og héldum á vit nýrra viðfangsefna :).
Þegar landinu sleppti var suðaustan golukaldi en sjólítið, við hjökkum skuðhalt upp í vindinn í áttina að Flæmska hattinum, einn ganginn enn :).
Ég vona að þið hafið öll átt góða helgi, og bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.......

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi