..::Spámaður::..
Ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að hreppa brælur á leiðinni niður á hatt á þessum árstíma, þá hefði ég brosað og lagt lítin trúnað í þá svartsýnisSpá. En öllum að óvörum er þetta raunin :(.
Í gærkvöldi var komin drullubræla af suðvestan svo ég mátti gefa eftir af framdrifi skútunnar og keyra spakliga á mót veðrinu, þessi drullugustur lá svo yfir okkur í alla nótt og fór ekki að ganga niður að neinu viti fyrr en í morgun. Núna seinnipartinn er svo komið þokkalegt veður og ferðahraðinn orðin ásættanlegur.
Það er ekki hægt annað en að dást að því hvað útsendingar ríkisútvarpsins nást langt á FM 89,1 það er þokkalegt samband á því enn 920sml suðvestur úr Reykjanesi, að vísu er aðeins farið að bera á smá surgi með en samt heyrist þetta ótrúlega vel, ég hélt í fávisku minni að þetta rétt næðist næst ströndum landsins. Það væri ekki slæmt ef NMT og eða GSM sambandið hefði þessa langdrægni :):).
Og ekki eru þær upplífgandi fréttirnar af þúfunni, skid og ingenting eða rækjupöddur á stærð við hrísgrjón, okkar er valið :(:(.
En þá er það brandari dagsins :):).
Maður nokkur var staddur í Mexico.
Fyrstu nóttina tekur hann eftir einkennilegum hávaða fyrir utan Hótelið. Daginn eftir fer hann að spyrjast fyrir um hvað valdi þessum hávaða.
"Jú" Segir afgreiðslumaðurinn á Hótelinu. "Hávaðinn er í villihundunum."
"Já, en hvers vegna emja þeir svona og væla?"
"Það er vegna þess að hér eru engir ljósastaurar eða tré, bara KAKTUSAR......!"
Læt þetta nægja í dag.
Gangið á Guðsvegum.......................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi