..::Bara blíða::..
Jæja þá er komið þokkalegt veður á okkur, þ.e.a.s hafflöturinn er orðin ágætlega sléttur, hægur vestsuðvestan andvari svo nú rennur dósin áfram á blússandi ferð, það mætti samt vera aðeins heitara en þessar 12°C sem okkur eru úthlutaðar núna, en það er víst ekki hægt að fá allt í einu ;).
Við erum smátt og smátt að yfirgefa hina björtu heimskautanótt sem einkennir Ísland á þessum árstíma, mikill munur á hverju kvöldinu sem líður, ætli það verði ekki bleksvartsvart myrkur á okkur í kvöld?.
Blessaðir dekkenglarnir eru að leggja síðustu hönd á málingarvinnuna á millidekkinu og er gólfið orðið glansandi og fínt, önnur englahjörð standsetti hlerana og lásuðu saman vírum og keðjum í þeim eftir kúnstarinnar reglum. Já það er í mörg horn að líta og alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera. Í gær þrifu þeir skipið hátt og lágt eftir landleguna :).
Ég hef lítið heyrt af Hattinum en skylst að það sé frekar rólegt yfir veiðinni og pöddurnar eru víst frekar fjöldalegar ef þær gefa sig á annað borð, en það þíðir ekkert að spá í því straks, enn eru 3dagar til stefnu. Ég geri ráð fyrir að við lendum á Hattinum einhvertíman á föstudeginum ef veður og vindar versna ekki þeim meir.
Ekki urðum við varir við neitt karfaskip á hryggnum þegar við renndum út fyrir 200sml en samt heyrði maður örfá orðaskipti í talstöðinni svo að þeir voru líklega ekki langt undan, en ekkert var talað um veiði :(.
Og þá verður ekki fleira í þættinum í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.........................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi