Hvernig er það er ekki komið að því að blogga aðeins?
Það er búið að vera ótrúlega lélegar heimtur á blogginu mínu undanfarið.
Það er ekki mikið sem hægt er að skrifa um hérna en ég ætla að reina að gera þessu einhver skil núna.
Í upphafi túrsins reyndum við að sjóða rækju með nýviðgerða pottinum en þar sem hann var allur í kássu þá var þeim tilraunum hætt fljótlega.
Aflinn mætti vera meiri en þetta hefur tussast og er í samræmi við búnað og getu dollunnar, við höfum verið að díla við hinar ýmsu bilanir og við þökkum Guði fyrir hvern daginn sem við komumst í gegn um án stórvægilegra bilana.
Samt hangir bilanavöndurinn alltaf yfir okkur eins og svipa og aldrei að vita hvenær höggin ríða á okkur.
Byssuspilið kvaddi okkur fyrir nokkrum dögum og hefur dánarvottorðið verið gefið út en jarðaförin verður ákveðin síðar ;).
Samkvæmt heimildum frá útgerðinni þá eru bjartir tímar framundan hvað búnaðaraukningu dollunnar varðar, en í næstu inniveru á að setja upp nýtt pokaspil útdráttarvindu og upphalaravindurnar, jamm þetta fer bara að verða eins og alvöru togari ;).
Veðrið hefur verið til friðs en sumarið stamar aðeins ennþá, samkvæmt upplýsingum frá Steinrík þá er sumarið búið að koma fjórum sinnum í túrnum, en vonandi fer það nú að hnykkjast inn með trukki og dýfu.
En verstu fréttirnar í augnablikinu eru verðið á iðnaðarrækjunni, helvítis Norðmennirnir eru að keyra það ofan í skítinn eina ferðina enn án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Það er súrt að horfa upp á þessa andskota á tveggja miljarða skipum með átta þúsund hestafla vélum ausa upp rækjunni hérna á hattinum, og svo gefa þeir hana frá sér á skid og ingenting.
En þetta geta þessir helvítis asnar gert og það virðist ekki vandamál fyrir þá að gera út á þessum forsendum, enda er ausið í þetta ríkisstyrkjum hjá þeim.
Þeir eru aftur á móti að skjóta lappirnar undan okkur hinum, og gera þetta nánast óvinnandi fyrir þær þjóðir sem eru að reina að gera út á styrkjalausum forsendum.
Já þessir helvítis Norðmenn eru okkur Íslendingum alltaf erfiðir og humma ekki við að keyra okkur niður ef þeir geta, þeir hafa aldrei gefið okkur neitt og munu ekki gera, en þessi framkoma þeirra varðandi útsöluna á iðnaðarrækjunni flokka ég undir hryðjuverk.
Læt þetta nægja í bili.
Bið Engla guðs að vaka yfir ykkur og vermda ykkur fyrir öllu illu og vondu sem svo vel virðist þrífast í þeim sjúka heimi sem við hrærumst í.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Það er búið að vera ótrúlega lélegar heimtur á blogginu mínu undanfarið.
Það er ekki mikið sem hægt er að skrifa um hérna en ég ætla að reina að gera þessu einhver skil núna.
Í upphafi túrsins reyndum við að sjóða rækju með nýviðgerða pottinum en þar sem hann var allur í kássu þá var þeim tilraunum hætt fljótlega.
Aflinn mætti vera meiri en þetta hefur tussast og er í samræmi við búnað og getu dollunnar, við höfum verið að díla við hinar ýmsu bilanir og við þökkum Guði fyrir hvern daginn sem við komumst í gegn um án stórvægilegra bilana.
Samt hangir bilanavöndurinn alltaf yfir okkur eins og svipa og aldrei að vita hvenær höggin ríða á okkur.
Byssuspilið kvaddi okkur fyrir nokkrum dögum og hefur dánarvottorðið verið gefið út en jarðaförin verður ákveðin síðar ;).
Samkvæmt heimildum frá útgerðinni þá eru bjartir tímar framundan hvað búnaðaraukningu dollunnar varðar, en í næstu inniveru á að setja upp nýtt pokaspil útdráttarvindu og upphalaravindurnar, jamm þetta fer bara að verða eins og alvöru togari ;).
Veðrið hefur verið til friðs en sumarið stamar aðeins ennþá, samkvæmt upplýsingum frá Steinrík þá er sumarið búið að koma fjórum sinnum í túrnum, en vonandi fer það nú að hnykkjast inn með trukki og dýfu.
En verstu fréttirnar í augnablikinu eru verðið á iðnaðarrækjunni, helvítis Norðmennirnir eru að keyra það ofan í skítinn eina ferðina enn án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Það er súrt að horfa upp á þessa andskota á tveggja miljarða skipum með átta þúsund hestafla vélum ausa upp rækjunni hérna á hattinum, og svo gefa þeir hana frá sér á skid og ingenting.
En þetta geta þessir helvítis asnar gert og það virðist ekki vandamál fyrir þá að gera út á þessum forsendum, enda er ausið í þetta ríkisstyrkjum hjá þeim.
Þeir eru aftur á móti að skjóta lappirnar undan okkur hinum, og gera þetta nánast óvinnandi fyrir þær þjóðir sem eru að reina að gera út á styrkjalausum forsendum.
Já þessir helvítis Norðmenn eru okkur Íslendingum alltaf erfiðir og humma ekki við að keyra okkur niður ef þeir geta, þeir hafa aldrei gefið okkur neitt og munu ekki gera, en þessi framkoma þeirra varðandi útsöluna á iðnaðarrækjunni flokka ég undir hryðjuverk.
Læt þetta nægja í bili.
Bið Engla guðs að vaka yfir ykkur og vermda ykkur fyrir öllu illu og vondu sem svo vel virðist þrífast í þeim sjúka heimi sem við hrærumst í.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli