Síðasti vetrardagur í dag og samkvæmt Baggalút er eilíft sumar framundan, vonandi er það rétt hjá þeim.
Það er lítið að frétta hjá okkur í dag, veðrið er svipað en meiri alda svo að núna ruggar dósin aðeins meira en undanfarna daga ;( svona rétt til að halda okkur í æfingu.
Við höfum verið að hökta á svipuðu en rækjukvikindið er eitthvað að smækka á slóðinni svo að maður verður sjálfsagt að skipta um legvatn undir dollunni í kvöld.
Núna þarf bara að kasta upp krónunni til að fá ferðaáætlunina staðfesta ,).
En ætli suðausturhornið verði ekki fyrir valinu hjá okkur.
Það kemur sér vel að nota nóttina í stímið, því þá verður hægt að halda áfram að breyta trolldruslunni.
Eitthvað ætlar andinn að láta standa á sér í dag svo að þetta verður andlaust blogg hjá mér í dag.
Og læt ég þar með staðar numið............................
Bið engla Guðs að líta til með ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi