Annar í páskaeggjaáti.
Dagurinn hófst klukkan 05:30 hjá okkur frændunum en þá var afli næturinnar innbyrtur. 800kg af rauðagullinu lá í valnum og var næturvörðurinn ekki ánægður með árangur sinn, svo tilkynnti hann mér að vinir mínir á South Island væru brjálaðir! þeir hefðu hífað við hliðina á okkur og kastað svo trollinu i 0.6sml fjarlægð frá okkur og ekki svarað á neinni rás sem honum hefði dottið í hug að kalla á, sjálfsagt hefur hann líka ákallað heilaga Guðsmóður. Það er einkennilegt með alla rússa og hálfrússa að það má aldrei koma skip inn fyrir 1sml á þess að drullan renni niður skálmarnar hjá þeim og allt panikki í stressi.
En þessu verður ekki breytt þetta er eitthvað í genunum á þeim, sem ekki er á okkar valdi að skilja, þar þurfa menn eins og Kári að koma að til að einhver niðurstaða fáist.
Við frændurnir skriðum svo aftur í koju kl 06:00 en það var sett nýtt met hjá félögunum í trolltökunni og var druslan 40min botn í botn.
Og var komið langt undir hádegi þegar ég tussaðist loksins á fætur aftur.
Í dag er norðvestan golukaldi á okkur en slétt. Við erum komnir á norðvesturhorn hattkúlunnar ásamt Eyborgu Ottó Taurus og einhverra Norðmanna sem ég veit ekki hverjir eru.
Fékk frænda til að leysa mig af meðan ég laugaði mig og kom öllum óhreina þvottinum mínum í þvottavélin, sjálfsagt hefur það ekki verið eftir húsmæðrahandbókinni en vélin fór af stað og tilkynnti um leið að þetta tæki tvo tíma og ellefu mín, með forþvotti og alles ;). Við verðum svo bara að vona að þetta liti ekki hvort annað mjög mikið, en líklega verður einhver blámi á því sem á að vera hvítt :P.
Nú er svo komið að þeim tímapunkti að ég grafi þetta út og dembi í þurrkarann.
Þar sem skyldan kallar á mig þá verð ég að ljúka þessum páskaskrifum í dag.
Ég vona að engum hafi orðið bumbult af öllu súkkulaðinu ;).
Bið Guð að passa ykkur, og farið varlega um öngstræti lífsins því þar leynast hættur á hverju horni.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Dagurinn hófst klukkan 05:30 hjá okkur frændunum en þá var afli næturinnar innbyrtur. 800kg af rauðagullinu lá í valnum og var næturvörðurinn ekki ánægður með árangur sinn, svo tilkynnti hann mér að vinir mínir á South Island væru brjálaðir! þeir hefðu hífað við hliðina á okkur og kastað svo trollinu i 0.6sml fjarlægð frá okkur og ekki svarað á neinni rás sem honum hefði dottið í hug að kalla á, sjálfsagt hefur hann líka ákallað heilaga Guðsmóður. Það er einkennilegt með alla rússa og hálfrússa að það má aldrei koma skip inn fyrir 1sml á þess að drullan renni niður skálmarnar hjá þeim og allt panikki í stressi.
En þessu verður ekki breytt þetta er eitthvað í genunum á þeim, sem ekki er á okkar valdi að skilja, þar þurfa menn eins og Kári að koma að til að einhver niðurstaða fáist.
Við frændurnir skriðum svo aftur í koju kl 06:00 en það var sett nýtt met hjá félögunum í trolltökunni og var druslan 40min botn í botn.
Og var komið langt undir hádegi þegar ég tussaðist loksins á fætur aftur.
Í dag er norðvestan golukaldi á okkur en slétt. Við erum komnir á norðvesturhorn hattkúlunnar ásamt Eyborgu Ottó Taurus og einhverra Norðmanna sem ég veit ekki hverjir eru.
Fékk frænda til að leysa mig af meðan ég laugaði mig og kom öllum óhreina þvottinum mínum í þvottavélin, sjálfsagt hefur það ekki verið eftir húsmæðrahandbókinni en vélin fór af stað og tilkynnti um leið að þetta tæki tvo tíma og ellefu mín, með forþvotti og alles ;). Við verðum svo bara að vona að þetta liti ekki hvort annað mjög mikið, en líklega verður einhver blámi á því sem á að vera hvítt :P.
Nú er svo komið að þeim tímapunkti að ég grafi þetta út og dembi í þurrkarann.
Þar sem skyldan kallar á mig þá verð ég að ljúka þessum páskaskrifum í dag.
Ég vona að engum hafi orðið bumbult af öllu súkkulaðinu ;).
Bið Guð að passa ykkur, og farið varlega um öngstræti lífsins því þar leynast hættur á hverju horni.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli