Hvernig er þetta með bloggið hjá mér? Það munaði öngvu að ég gleymdi því í dag enda er maður hálfslæptur í dag.
Við vorum að vinna í trollinu til sex í morgun, og Jón var að brasa í vélinni auk þess sem hann setti upp nýja stýrisvísisviðnámið sem kom út með Lómnum.
Já og gleðilega páska ekki má gleyma því, ég vona að allir hafi fengið páskaegg og fallegan málshátt ;).
Ég slapp við hvoru tveggja svo að það þarf ekki að vera að velta sér upp úr málsháttum, annars man ég eftir einum málshætti sem ég fékk fyrir margt löngu og hljóðaði hann svona “kalt er konulausum” það eru mikil sannindi í þessu ;).
Það er Norðvestan gola og sólskin á Hattinum í dag, bongó blíða eins og Bjöggi Halldórs söng í laginu.
Það er komið mikið af skipum á slóðina sem við vorum að nudda á í gær svo að það er ekki mikið eftir handa smáfuglunum.
Ég vil þakka öllum sem sendu mér fréttir og brandara, þetta var frábært hjá ykkur og yljar mér um hjartaræturnar, fréttirnar af baggalút eru samt alltaf skemmtilegastar og vorum við alveg í keng yfir þeim. Ég mæli með að þeir sem ekki hafa farið inn á www.baggalutur.is drífi í því og geri það að reglu að kíkja við þar, áfram Baggalútur!!
Þetta páskadagsblogg á að vera stutt sökum leti þeirri sem hefur lagst yfir mig eins og mara í dag.
Ég nenni ekki að skrifa meira í bili :P.
Óska þess að þið eigið góða og skemmtilega páska, Guð geimi ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi