..::Ég fer í fríið::..
Jæja þá er síðasta vaktin í bili að renna út og fríið framundan, í fyrramálið kemur Sjóli að sækja okkur og kemur okkur til Nouakchott þaðan sem við fljúgum.
Líklega verður flugið upp úr hádegi ef allt gengur eftir planinu.

Dagurinn í dag hefur ekki verið upp á marga fiska réttilega orðað, en samt ekki alslæmur heldur því hér hefur engin soltið og öllum líður vel.
Það er komin smá spenna í okkur félagana sem erum að fara heim, en ég er samt ótrúlega spakur yfir því, er t.d ekkert byrjaður að rusla mínu drasli saman geri það bara eftir vaktina :).

Af Vírus er allt gott að frétta og hann blómstrar hérna hjá okkur, ég held að ég geti verið sammála Gumma þegar hann sagði “hver lætur svona kött frá sér” en greyið litla er alveg ótrúlega góður.
Í kvöld kúrði hann í fanginu á mér þangað til að ég varð að fara að hífa, þá setti ég hann á dýnuna sína og breiddi yfir hann “en honum þykir agalega gott að kúra undir teppi” það var bara höfuðið sem stóð útundan teppinu, þarna sofnaði hann svo fast að ég hélt að hann veri komin yfir móðuna miklu, höfuðið hékk líflaust útfyrir dýnuna og ég þorði ekki annað en að athuga með hann.
Auðvitað var í fínu lagi með hann og ýtti ég honum bara aftur upp á dýnuna og hann hélt áfram að sofa, nú er hann orðin svo rólegur að hann lætur ekkert raska ró sinni ;).

Guðný er komin til Kanarí og var búin að koma sé fyrir á hótelinu í dag þegar ég heyrði í henni, hún verður bara að eyða tímanum í að skanna hótelið og næsta nágrenni þangað til prinsinn mætir á svæðið ;).

Mynd dagsins er af Vírus þar sem hann liggur og lætur sig dreyma fyrir fiskiríi, það þarf ekki að gefa honum neina draumstauta .).).

Ég ætla að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna, á í sama albúm og síðast.

Læt þetta duga í bili.
Munið svo að brosa framan í heiminn, því þá brosir hann framan í ykkur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi