..::Gott er að geta slakað á::..
Þau eru misjöfn viðfangsefnin sem maður tekur að sér og hreint ekki öll fyrirsjáanleg, en ég er bóngóður maður og vill reyna að greiða götu allra sem ég get, mottóið er að koma fram við aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig.
Hvað sem því líður þá fékk ég merkilegt viðfangsefni í kvöld sem vefst örlítið fyrir mér að leysa, en málið er þannig að í spjalli mínu við einn skipstjórann á bleyðunni í kvöld kom upp beiðni frá honum um að minnast á það á blogginu hvað hann væri mikill fiskimaður, auðvitað vissi ég að hann væri mikill fiskimaður, það þurfti svo sem ekki að fara í grafgötur með það, en honum finnst líklega þetta blogg mitt vera rétti vettvangurinn til að koma þessum einstöku hæfileikum á framfæri við heimsbyggðina. Ég get ekki sagt annað en að mér þyki vænt um hvað hann ber mikið traust til mín sem auglýsanda, auðvitað hefði ég viljað vera búin svona hæfileikum en það er ekki á allt kosið.

Umræddur aflaskipstjóri er Færeyingur, frístundafjárbóndi og heitir Elias Christiansen stórskipstjóri á Athenu, það er alveg með ólíkindum hvað mannhelv...... fiskar alltaf, alltaf með fullt rassgat af fiski á meðan við hinir lepjum dauðan úr skel, það er nú ekki mjög gaman að þurfa að róa á sama sjó og svona menn en auðvitað verður einhver að vera mestur og bestur, í fiskiskipstjóra úthlutunni hefur almættið hefur greinilega úthlutað toppsætinu á Elías.
Við hinir verðum að sætta okkur við það þótt það sé súrt.
Ég reyni að hafa eftirfarandi í huga þegar ég tala við Elías: “Vertu ekki að bera þig saman við aðra, þú verður engu bættari, sumir eru ofjarlar þínir, aðrir mega sín minna”.

Þannig var það nú ;), annars hefur þessi dagurinn verið ágætur hvað líkamlegt og andlegt ástand mitt hrærir, ég hef algjörlega verið verkjalaus og hægðirnar góðar, hvað getur maður farið fram á meira??.
Vírus hefur það reglulega gott, var ekki annað að sjá en að andlegt og líkamlegt ástand hans sé svipað og hjá mér, hann tekur þessu samt með meiri ró og friði en ég og er ekkert að opna augun meira en þarf til að staulast yfir að matardallinum og gamsa í sig áður en hann leggst fyrir aftur og svífur inn í draumalandið með bros á vör.

Flísalögnin hjá Reyni er komin vel af stað og lauk námskeiðinu hjá honum núna seinnipartinn í dag, nú taka lærlingarnir við og hef ég fulla trú á að þetta verði ljómandi fínt hjá þeim, það var ekki annað að heyra á kennaranum en að þeir félagar hefðu útskrifast með ágætiseinkunn.

Mynd dagsins er tekin í kvöld og er af Vírusi þar sem hann svífur um í draumalandinu áhyggjulaus um framtíðina.
Einnig er ég búin að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna, þær eru í albúminu "myndir af sjónum" og í undiralbúmi sem heitir “Árið 2007”.

Þar með er þetta komið í dag.
Farið varlega um vandrataða villustíga lífsins, víða leynast hættur sem gott er að biðja þann sem öllu ræður að bægja frá okkur.........

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Það er best að ég kvitti fyrir mig hérna en ég er mjög duglegur að lesa bloggið þitt og hef gaman af.Ég vitnað um það að Elías er mikill fiskimaður og og þarf helst að hafa alla bunkera fulla svo hann sé ánægður.Ef þú hefur komið til Færeyja þá veistu það að aliir Færeyingar eiga rollur og steypuhrærivél og að sjálfsögðu á Elías bæði
Nafnlaus sagði…
Eitthvað mistókst hjá mér að setja nafnið mitt í commentið
Nafnlaus sagði…
Hann Elias gengur lika alltaf i of storum stigvelum heima i færeyjum .Til hvers veit eg ekki???En hann
er mesti fiskimadurinn við Afriku
enginn spurning um það...Allavegana
a meðan A Har er ekkki að sigla á sama sjo.
kv Bjarni
Nafnlaus sagði…
Flott nafn á kettinum, eitthvað kunnuglegt :) Hef ekki komist til að lesa í nokkra daga og er búin að staldra dágóða stund við að ná upp þræðinum.
Knús og góða skemmtun á Kanarí.
Kveðja,
litla systir með kúluna.
Nafnlaus sagði…
Sammála Bjarna, það er enginn hér við Afríkustrendur sem slær karlinum við.
Eru þessi stígvél sem hann gengur í nokkuð þessi grænu reimuðu?
Heyrði nefnlilega einu sinni að fjárbændur gengu helst í þannig fótabúnaði.
Það ku henta svo vel þegar búið er að stinga afturfótunum á rollunum ofan í stígvélin að reima fast svo þær stökkvi ekki burt.
En ég sel þetta ekki dýrara en ég keipti það ;);)

Vinsælar færslur af þessu bloggi