..::Home::..
Síðastliðinn mánudagsmorgun yfirgaf ég Erluna í dokkinni og lagði af stað heim í frí. Vegna væntanlegs fellibyls flýttum við fluginu til Halifax og fengum einnig fluginu til Boston breitt svo að stoppið í Halifax var lítið.
Í Boston þurftum við svo að bíða í 7klst ;( það var lítið að gera annað en að vafra um í flugstöðinni. Við Júri fengum okkur að éta og fengum brimsalta súpu og kjúklingafingur á eftir, svo var hangið og beðið eftir brottförinni.
Þegar við komum út í vél var súpuhelvítið farið að segja til sín og þorstinn var eins og maður hefði verið tíndur í eyðimörkinni í viku ;), en það var sem betur fer nóg af vatni í vélinni ;).
Flugið heim gekk einstaklega vel og vorum við ekki nema 3:50min frá Boston til Keflavíkur.
Ég tók svo rútuna í bæinn og fékk Magga til að’ sækja mig upp á Loftleiðir, ég fundaði svo aðeins með Magga og Viðari fram undir hádegi.
Klukkan 13:00 var ég svo komin út á Reykjavíkurflugvöll tilbúin í síðasta áfangann, þá þurftu þeir endilega að fresta öllu flugi vegna ísingu í lofti “SHIT” ég hékk svo úti á velli til kl 17:00 en þá var nokkuð útséð með að öllu flugi yrði aflýst þann daginn.
En það er alltaf einhverstaðar smáljós og mér tókst að sníkja mér bílfar með manni sem gafst upp á biðinni og keyrði norður.
Ferðalagið norður gekk vonum framar og var ég komin heim um ellefuleitið um kvöldið, maður var orðin hálfslæptur eftir ferðalagið enda hafði ég ekki sofið nema 1klst síðan ég yfirgaf skipið á mámundagsmorgun.
Síðan ég kom heim er maður búin að taka því rólega, ég straujaði tölvuna setti upp á hana windows 2000 og þetta forritarusl allt saman og svo skipti ég um bremsuklossana í bílnum, það þurfti náttúrulega tvær ferðir inn á Akureyri áður en réttu bremsuklossarnir rötuðu til okkar en það er víst vel þekkt með Subaru og ekkert til að væla yfir.
Þetta er nú það helsta af mér.

Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur ;).

<°(())>< Hörður ><(())°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi