..::Bræla::.
Það er búin að vera drullubræla á okkur síðan í gærmorgun og agalegur veltingur, ég er viss um að ef ég hefði sett kartöflu í kojuna mína í gærkvöldi þá hefði hún verið skræluð í morgun ;). Aflinn ver engin í gærkvöldi svo við kipptum í austurkantinn í nótt og köstuðum þar um miðja nótt. Í morgun var svo ekkert veiðiveður lengur svo trollinu var kippt inn og haldið sjó fram yfir hádegi, þá fannst okkur veðrið aðeins skárra og gusuðum druslunni út og ætluðum að hjakka norðvestur en þá var fyrst trollið óklárt og svo bakstroffurnar á öðrum hleranum svo að við vorum búnir að snúa við þegar draslið var orðið klárt. Ég nennti nú ekki að reyna að ná dollunni upp í kvikuna svo við skutum þessu bara suðaustur upp á von og óvon, það er svo sem lítil veiðivon í þessum skakstri og ódrætti en við verðum að reyna ekki þýðir víst neitt annað. Við Toni erum búnir að liggja yfir veðurkortunum og okkur sýnist að það gæti farið að rætast úr þessu veðrahreti en það er ekkert í hendi með það, en maður verður að vona ;). Það hefur fækkað um eitt skip síðan við komum út en nú er Atlas lagður af stað til Íslands, það mætti segja mér að Jói væri fegin að vera á heimleið því hann sagði mér í gær að hann væri búin að vera fjóra mánuði í þessu úthaldi.

Þetta verður að duga ykkur í dag ,).......

Gangið á Guðsvegum, og munið eftir bænunum ykkar.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi