..::Gleðilegt ár::..
Jæja þá er gamla árið að baki og nýtt og vonandi betra ár í uppsiglingu, við þetta tækifæri ætla ég að óska ykkur öllum gleði og hamingju árs. Það fór ekki mikið fyrir Áramótastemmingunni hjá okkur hérna, við vorum samt staddir í borðsalnum þessir þrír Íslendingar sem hér eru og óskuðum við hver öðrum gleðilegs árs með handabandi. Hér var ekkert skálað og engum flugeldum skotið upp enda ekki til siðs að skjóta upp flugeldum til sjós ;). Við köstuðum trollinu í gærkvöldi um tíuleitið í gærkvöldi og kipptum upp restunum af kvótanum sem við áttum á vesturbakkanum áður en haldið var á þúfuna. Það eru fá skip á hattinum núna ætli þau séu ekki sjö með okkur og kannski mætti orða það að það væru sex skip og einn bátur ;). Nýja árið fagnar okkur með brælu en það eru átta vindstig og bræluskítur hérna núna, við erum komnir inn í hólfið sem opnaði á miðnætti en hér er því miður lítið af rækju og þeir sem hérna eru með okkur láta illa af sér svo að við eigum ekki von á miklu. En það verður að taka þessa daga líka og vonandi fer veiðin að skána eitthvað hérna, þetta er búið að liggja það lengi niðri að manni finnst alveg komin tími til að eitthvað fari að lifna yfir þessu.

Í gærkvöldi gafst fína email sambandið okkar upp og neitaði algjörlega að vinna meir, þrátt fyrir mikla mæðu mína í að reina að koma því af stað. Það var búið að reina allt sem mér datt í hug en allt kom fyrir ekki, á endanum varð ég að setja þetta upp á gamla móðinn og sleppa þessu fína þjöppunarbúnaði sem pósturinn fór í gegn um, já hún var hæg þessi tenging okkar en nú er húnn enn hægari. En við verðum að lifa með þessu og getum sjálfsagt sælir við unað að hafa þó eitthvað samband ;).

Látum þetta nægja úr brælunni á hattinum.

Bið Guð og gæfuna að vera með ykkur, og kannski strá Englarnir yfir ykkur einhverju hamingju og gleði dufti í kvöld, hver veit?.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi