..::Ferðalag::..
Jæja þá er maður loksins komin til Bay Roberts eftir frekar leiðinlegt ferðalag.
Ég er búin að vera að drepast úr einhverri flensu svo að heilsan hefur ekki verið upp á marga fiska, en ég hef keyrt á verkjatöflum svo að þetta er ekki alslæmt.
Ferðin suður gekk vel og var –10°C bæði á Akureyri og Reykjavík daginn sem ég fór en upp úr því fór að hitna.
Ég hitti mömmu og pabba örlitla stund uppi á flugvelli áður en ég tékkaði mig inn, þau voru að nesta mig með lesefni og smella á mig einum áður en ég lagði upp í ferðalagið.
Það var smá seinkun á Boston vélinni en ekkert til trafala, og vorum við lent upp úr fimm á staðartíma. Við Valli fórum beint upp á hótel en Toni fór með dóttur sinni hennar manni og þeirra börnum eitthvað upp í bæ, þau búa í USA og komu keyrandi til að hitta karlinn fyrst hann var á ferðinni.
Við tékkuðum okkur inn og leist mér ágætlega á herbergið sem ég fékk, ég tók strax eftir smá lekabletti í loftinu en spáði ekki meira í það.
Við Valli fórum svo niður á bar og fengum okkur öl og hamborgara fyrir svefninn.
Ég fór svo upp á herbergi að lúra, ég var ekki búin að sofa lengi þegar ég vaknaði við eitthvert dripp dripp dripp! Sem var ótrúlega pirrandi, þegar betur var að gáð þá lak úr loftinu og beint ofan í rúmið mitt og þegar lakið var orðið nógu blautt þá small svona skemmtilega í dropunum þegar þeir lentu í rúminu.
Þetta var tvíbreitt rúm og lekandinn var í þeim helming sem ég var ekki að nota svo að ég reyndi að leiða þetta hjá mér, en var alltaf að vakna og svaf mjög illa þar sem þetta fór ferlaga í taugarnar á mér ;).
Rétt fyrir sex í morgun drattaðist ég svo á fætur allur kolstíflaður og aumur, bruddi í mig nokkrar verkjatöflur og þjösnaðist á lappir, í sama mund hringdi Toni og ræstum við Valla og fórum svo í morgunmat.
Klukkan sex þrjátíu vorum við svo búnir að tjékka okkur út af hótelinu og komnir út í hótelbössinn, þá mundi ég eftir því að ég hafði ætlað að kvarta yfir lekanum en hafði gleymt því, dýpra sat það nú ekki í manni.
Á Boston flugvelli var mikil örtröð og hef ég aldrei verið eins lengi að komast þar í gegn en allt hafðist þetta nú og flugið yfir til Newfie gekk fínt.
Um þrjú vorumvið lentir í St.Johns og þar beið Krummi með bílaleigubíl handa okkur, fljótlega kom í ljós að við kæmumst ekki út fyrr en á morgun vegna olíutökunnar kostinum og færslu á skipinu.
Við vorum svo komnir um borð klukkan fimm og þá mættu þeir hjá frystigeymslunni og báðu mig um að færa Arnarborgina, mér tókst að koma mér undan því og fékk flaggarann minn í það enda er hann búin að vera skipstjóri á Arnarborg og er því heimavanur þar.
Síðan þessi ákvörðun var tekin þá erum við búnir að sitja og bíða eftir því að Arnarborgin fari í gang svo hægt verði að færa, en það ætlar að verða erfið fæðing hjá þeim, vonandi gefst þetta nú samt fyrir rest því annars erum við í djúpum skít því að við þurfum að komast í plássið sem Arnarborg liggur í, og vera farnir þaðan aftur seinnipart á morgun.

Þetta er af helsta af mínum ferðum.

Bið Drottinn sjálfan og hans vermdarengla að vaka yfir ykkur öllum.
Munið að vera þæg og góð og fara með bænirnar ykkar áður en þið sofnið í kvöld.

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi