..::Vesen::..
Það kom aldrei til að flaggarinn minn þyrfti að færa Arnarborgu og segja má að það hafi verið miður. Arnarborg ákvað að færa sig sjálf og það með látum.
Þegar hún loksins fór í gang þá héldu henni engin bönd og sleit hún af sér alla enda og þeyttist yfir höfnina á fullu gasi, endaði sú för með miklu BANG á hafnargarðinum hinu megin í höfninni. Svo driftaði hún rólega út í höfnina.
Ég rak mína menn í að setja í gang og fór björgunaraðgerð tvö á fullan sving, það tók stuttan tíma að koma í gang og sleppa hjá okkur og vorum við fljótlega komnir að Arnarborgu þar sem við hengdum hana á síðuna til að koma henni upp að bryggju.
Mölluðum við svo með hana upp að bryggjunni þar sem hún hafði keyrt á,þar var komið múgur og margmenni en þeir harðneituðu að taka við endunum og vildu greinilega ekki fá skipið á þennan kaja. Mér fannst þetta með endemum vitlaust enda var verið að bjarga skipinu frá því að reka upp i fjöru, en það var ekki möguleiki að fá þá til að taka viðendunum svo að ég varðað halda förinni áfram og setja Arnarborgina utan á Borgina. Það gekk ágætlega en var frekar þröngt og erfitt að athafna sig með bogguna á síðunni. Þegar þessu var lokið fluttum við okkur upp að bryggjunni og bundum, þá var klukkan orðin rúmlega þrjú að nóttu og allir glaðir að komast í kojuna.

Klukkan átta í gærmorgun var svo byrjað aðtaka olíu og í hádeginu kom kosturinn.
Seinnipartinn tókum við svo hlerana um borð og slepptum.
Mér finnst einhvernvegin ekki vera þessi tími ársins og þaðan að síður tíminn milli Jóla og áramóta en líklegast spilar veðrið stærstu rulluna í því.

Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur.....


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi