..::Fló á skinni::...
Skítabræla aftur í nótt en eitthvað skárra undir hádegi, verst hvað hann er búin að ná upp miklum sjó, dollan ólmast eins og fló á skinni ;).

Þetta er napurleg vist að velkjast um í svona smáskóhorni en það yrði fljótt að gleymast ef svo ólíklega vildi nú til að maður fengi eitt af þessu nýju stóru skipum undir rassgatið, já það má alltaf láta sig dreyma. Segja ekki spekúlantarnir að dagdraumar séu nauðsynlegir öllum, líklega er það rétt hjá þeim. Ég hef alla vega ekki enn hitt neinn sem ekki á sér einhverja drauma ;).

Það er alltaf nóg að hugsa um á þessum útflöggunardósum, maður verður að vera pabbi mamma og bróðir ef því er að skipta, það koma upp allskyns mál sem reynt er að leysa eða greiða úr eftir fremsta megni, oft eru þessir drengir búnir að fá alveg nóg enda er þeim oft nauðgað til að vera mun lengur um borð en þeir kjósa sjálfir. Já maður hélt nú að það væri flestum meir en nóg að vera sex mánuði að heiman en þessum prelátum sem sjá um mannaskiptin og mannaráðningarnar í þessum austantjaldslöndum finnst það vera lámark sex mánuðir, svo eru þessi grey oftar en ekki pínd langt fram yfir þann tíma. Þetta hefur verið nokkuð gott ástand á þessu málum um borð hjá okkur en maður er búin að heyra af áhöfnum á öðrum skipum sem hafa þurft að dúsa upp í átta til tíu mánuði um borð og fá ekki að fara heim vegna einhvers þvælu í þeim sem eiga að útvega nýa menn, svona della hryggir mig.......

Í dag drógum við suður austurkantinn eða réttara sagt veltumst suður eftir
,) og það ótrúlega gerðist, við sáum annað skip á radar. Þegar nær dró kom í ljós að þarna var Færeyski togarinn Artic Víking á veiðum, ég spjallaði aðeins við hann og var bara rólegt hjá honum eins og öðrum á þessari slóð. Hin skipin eru norðan og norðvestan á Hattinum og það er sama náskrapið þar ;(.

Ég ætla að biðja Guð að senda ykkur vermdarengla til að passa ykkur fyrir mig, Og mér þætti vænt um að þið hugsuðið fallega til allra i kring um ykkur. Fallegar hugsanir skila sér til baka til þess sem þær sendir. Einhverstaðar var sagt að það sem frá okkur færi kæmi til okkar aftur, ég held að það sé enn í fullu gildi.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi