..::Parket::..
Jæja þá gef ég mér loksins tíma til að hripa einhverjar línur niður, en ég hef ekki sinnt blogginu að neinu viti undanfarið ;(.

Ég var búin að koma vélfáknum í stand og gangsetja mótorinn en hef ekki enn fundið nennt að hjóla neitt, enda er farið að vera helvíti kalt. Í morgun þegar ég leit á mælinn þá var –1°C oj oj.
Maður verður bara að biðja Guð um að ekki fari að snjóa það yrði algjört disaster ;(.

Það er svo sem búið að vera nóg annað að gera og er búið að leggja smelluparket á fjögur herbergi ;). En eins og allir vita þá er viðhald og endurbætur á þessum húskofum “endless story” ;).
En þetta er helvíti flott núna og er ég mjög sáttur við hvernig þetta kom út, það fór að vísu um mann þegar öll parketbúntin lágu frammi í stofu ósnert, en með góðri hjálp frá Sigtrygg þá sprautaðist þetta á gólfin á mettíma.

Og situr Erlan föst. En síðustu fréttir af henni voru þær að hún liggur enn í slippnum í St.Johns og nú eru menn að gera sér vonir um að hún fari niður á morgun.

Á föstudaginn stendur svo til að bruna austur á Eskifjörð og bera foreldrana út ;) en þau eru að flytja burt frá Eskifirði og nú þarf að koma dótinu i gáminn.
Þetta verður að mér skilst einhverskonar fjölskyldusamkunda því systur mínar ætla að leggja land undir fót og hossast austur í útburðinn, það verður sjálfsagt merkilegasta samkunda úr þessu öllu saman ;).

Köttur úti í mýri,
setti upp á sig stýri,
úti er ævintýri.

Bið Guð almáttugan og alla hans góðu vætti að vaka yfir ykkur og bægja öllu vondu og ljótu frá ykkur.

<°(())>< Hörður ><(())°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi