..::Konudagurinn?::..

Ef ég er ekki orðin algalin þá er konudagurinn í dag, í tilefni þess óska ég öllu kvenkyns til hamingju með daginn.

Af okkur er lítið að frétta annað en að við erum byrjaðir að berjast í rækjuslagnum aftur, ekki er annað að heyra en það hafi lítið breyst í fjarveru okkar og veiðin er í lámarki :(. En veðrið er gott svo að það þarf ekki að kvarta yfir því, og bráðliðug dósin er hin rólegasta í dag.

Hérna er svo einn ágætur í tilefni dagsins:

Einu sinni lenti kvenkyns heilasella á einhvern furðulegan hátt og af einhverjum furðulegum ástæðum inn í höfuð karlmanns Hún synti um heilasvæðið og litaðist um taugaóstyrk, en þarna var ekki nokkur hræða. Halló kallaði hún en ekkert svar "er einhver hérna?" ekkert svar, hún fór að verða hrædd og kallaði hærra og hærra en ekkert svar barst. Nú var kvenkynsheilasellan orðin logandi hrædd og gargaði af öllum lífs og sálarkröftum "halló er einhver hérna?" Þá heyrði hún rödd sem barst langt að "halló halló við erum allir hérna niðri".

Fleira verður það ekki í dag.

Vona að þið hafið átt góða helgi og getið byrjað nýja viku á fullum eldsneytisgeymi. Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur hvert fótmál.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi