..::Chill og útskurður:)::..
Við frúin gerðum okkur dagamun og fórum inn á Akureyri í gær og fengum okkur flott að borða og gistum á svo á hóteli eina nótt, þetta var náttúrulega bara snilld og alveg frábært, svona síðbúinn hunangsmáni hjá okkur hjónum.
Hjördís fór heim á bílnum og sótti okkur svo í morgun, það fylgja því vissulega kostir að Hjördís sé komin með bílpróf, því nú getur hún skottast með okkur gamlingjana út og suður.

Þegar við komum heim þá fékk ég mér smá göngutúr í góðaveðrinu, labbaði upp í fjall og sá þar fjórar rjúpur. Á þeim tímapunkti var mér hugsað til foreldra minna sem þrá rjúpur í jólamatinn en það sér ekki vel út í þeim málum, en það hlýtur að reddast eins og allt annað ;).

Svo var hinn árlegi laufabrauðsdagurinn hjá okkur í dag, þar sem öll fjölskyldan kemur saman hlustar á jólalög, sker og steikir laufabrauð, þetta var hjá Ninnu og Gumma og tókst hreint frábærlega eins og alltaf. Við vorum misjafnlega dugleg að skera en ég held samt að ég hafi verið lakastur í því og skar bara eina köku, enda lít ég á þetta sem svona fjölskyldustund en ekki vinnubúðir hehe.

Ég var búin að taka eitthvað af myndum um helgina sem ég mokaði inn á myndasíðuna.

Læt þetta nægja í bili.
Gangið á Guðsvegum og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera ;););).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi