..::Er ekki komin tími á eitthvað krafs??.::..
Síðustu dagar hafa verið alveg magnaðir, maður hefur troðið sig út af kræsingum hægri vinstri. Þetta átkast hefur staðið nánast linnulaust frá Skötuveislunni miklu. Á Aðfangadag var hamborgarahryggur og fugl, á jóladag var árlegt jólaboð hjá Ninnu og Gumma þar sem eldhúsborðið svignaði undan tertunum, á annan í jólum var svo jólahlaðborð(jólasjálftökuborð) í boði Péturs og Jónínu ekkert smá flott veisla!!.
Já maður hefur lítið annað gert en að sofa og éta öll jólin hehe, en hvað er svo sem annað að gera en að troða belginn og láta sér líða vel? Maður tekur bara á þessu eftir áramótin :). Annars er lítið annað í fréttum, hryggurinn í mér lagast rólega en allar mínar vonir eru samt á þá leið að þetta fari að koma, það sama er um atvinnumálin en þar gerist eitthvað lítið sem er ekki beint gott fyrir Egóið :(, en enn vonar maður að eitthvað detti inn milli hátíða, ekki beint spennandi að leggja upp í nýtt á með allt á hælunum, þokkaleg byrjun það.

Ég verð aðeins á að minnast á Jólasveininn, hvað er eiginlega að hjá kirkjunnar mönnum, prestur messar yfir blessuðum börnunum að Jólasveinninn sé ekki til og svo tekur Biskupinn undir með honum. Ma-ma-ma bara skilur þetta ekki, var einhver ástæða að vera að eyðileggja þetta fyrir börnunum? Ég hélt í bjánaskap mínum að það væri einmitt haft í hávegum hjá kirkjunnar mönnum “AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR!”
Er ekki alltaf verið að básúna trúna, trúin flytur fjöll! Hún færir sumum Jólasveininn, er eitthvað verra en hvað annað að trúa á Jólasveininn ég bara spyr.
Það er sorglegt þegar fólk finnur sig knúið til að eitra í kring um sig með þarflausum yfirlýsingum, þetta Jólasveinamál kirkjunnar gerði ekkert annað en að særa blessuð börnin og fella kirkjuna í áliti hjá mér.

Sá áðan að teljaraskepnan á síðunni var að hökta yfir 40.000 það eru greinilega einhverjir sem koma hérna við þótt þeir kvitti sjaldnast á commentin ;).

Já það er nú það.
Bið Guð og gæfuna að líta fylgjast með ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi