..::Gleðilega Páska::..
Það er svo sem ekki mikið að segja um þessa páska hérna, við höfum hvorki farið á skíði eða borðað páskaegg, en í staðin höfum við tekið nokkur KitKat svona til að seðja mesta súkkulaðihungrið sem okkur hrjáir þessa dagana, en auðvitað langar okkur helst í Páskaegg það er ekki spurning ;).

Nú styttist hratt í endalok þessa úthalds hjá okkur, ekki nema vika eftir :), það verða örugglega margir fegnir að komast heim.

Dælan fína fór loksins af stað, degi á eftir áætlun, áætlun sem hafði verið í stanslausri seinkun í fleirri daga.
Það var ótrúlegur munur að fá þessa dælu inn og satt best að segja munaði þetta miklu meira en átti von á. Það var orðið svo langt síðan að þessi dæludrusla stoppaði að elstu menn hérna um borð mundu ekki hvernig þetta hafði verið áður.

Annað er ekki að frétta héðan.

Bið Guð og gæfuna að vera með ykkur í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Var að þvælast á netinu og rakst á þessa fínu síðu um Vespur.
Nú er hægt að fá orginal Ítalskar vespur á Íslandi, þetta eru örugglega ótrúlega skemmtileg farartæki. Ekki skemmir fyrir að þau eyða nánast engu sem skiptir öllu þegar helv... bensín litr er komin yfir 150kr. En hér er linkurinn http://www.vespur.is/
Nafnlaus sagði…
Er þetta ekki eitthvað sem ég þarf að eignast he he
Nafnlaus sagði…
Jú ég held að þetta sé málið :), bara spurning með litinn.
Nafnlaus sagði…
Einfalt með litinn, sama lit og verður á væntanlegum vélsleða Kv. Valdi

Vinsælar færslur af þessu bloggi