..::Loksins loksins!::..
Það hlaut að koma að því að það lyngdi hérna sunnan siðmenningar, dagurinn heilsaði okkur með koppalogni og sól.
Það var ekki hægt annað en að fara út í sólina og virða fyrir sér alla dýrðina, hafflöturinn var eins og spegill í fyrsta skipti í fleiri vikur.
Við Gunni röltum okkur fram á stefni og virtum fyrir okkur flugfiskana sem syntu makindarlega rétt undir yfirborðinu, það er gaman að fylgjast með þessum fiskum því þeir eiga það til að skjótast upp úr vatnsskorpunni og fljúga langar leiðir ef það kemur að þeim styggð, það er merkilegt hvað þessi kvikindi geta flogið langt ;).

Að öðru leiti er ekki mikið að segja héðan annað en að úthaldinu hjá okkur er að ljúka við erum á síðustu metrunum, þessu verður ekki reddar héðan af ;);)

Mynd dagsins er af flugfiski á flugi.

Læt þetta nægja í bili.
Bið þann sem öllu ræður og stjórnar að vísa ykkur leiðina, lífsins vegur er vandrataður og auðvelt að ana út í forað þrátt fyrir góðan ásetning í upphafi ferðar ;).

Ummæli

Nafnlaus sagði…
jamm nú getur þú farið að telja niður fyrir heimferðina,regnvotar kveðjur úr Kríulandi

Vinsælar færslur af þessu bloggi