..::Heimsók á Mývatn::..
Aðeins að láta vita af mér og mínum, um síðustu helgi skruppum við Guðný austur í Mývatn og hittum Valda og Unni. Við vorum tvær nætur á hóteli og nutum náttúrunnar og Jarðbaðanna.
Þetta var fín helgi á Mývatni, veðrið lék við okkur og við gerðum margt skemmtilegt, t.d löbbuðum við hring í Höfðanum en það hef ég aldrei gert áður en á eftir að gera aftur, svo skoðuðum við Grjótagjá og Bensakofa.
Ég er eiginlega ekki í skifgírnum svo ég læt þetta duga í bili.

Mynd dagsins er tekin um síðustu helgi þegar við löbbuðum hring í Höfðanum einni af náttúruperlum Mývatns.

Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi