..::Brostu þetta er ekki eins slæmt og þú heldur!::..

Lengi hef ég ætlað að skrifa eitthvað inn á þetta blogg en einhvernvegin lendir það alltaf aftast í forgangsröðinni.
Ég átti ansi gott frí heima, að vísu var fríið nokkuð þéttsetið af uppákomum, fyrst voru það fundarhöld hjá fyrirtækinu og svo fóru tvær vikur í endurnýjun á ýmisskonar réttindaskírteinum.
Fríið var búið áður en ég vissi af og var ég komin um borð aftur um borð 1apríl.
Þessi hálfi mánuður sem ég hef verið um borð hefur verið í rólegri kantinum, fiskiríið hefur verið dapurt en við trúum að síðbúin páskahrota sé handan við hornið.

Annars er ekki mikið annað að segja.


Læt þetta duga í dag.

Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur..........

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gott að þú ert laus við ritstíflunaþá hlytur fiskiríið líka að fara að glæðast.knús úr Kríulandi.
Nafnlaus sagði…
Hvenær tókstu þessa mynd af mér?? Nú verða margir gamlir Eskfirðingar glaðir, gamli bara byrjaður að blogga aftur.
Kv. Valdi Alla
Nafnlaus sagði…
Já flott mynd :), veit ekki með gleði Eskfirðinganna en samt.
Hörður

Vinsælar færslur af þessu bloggi