....::Hibb húrrey::....
Þá verður maður að hrista af sér helgarslenið og reina að koma einhvurju á blað um atburði síðustu daga.

Laugardagur.
Laugardaginn síðasta átti Guðný afmæli og var ákveðið að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins ,) við rusluðum útilegudraslinu í Súbbann ásamt góða skapinu og brunuðum fram í Hánefstaðarreit og tjölduðum þar í steikjandi sól og hita.
Það mætti svo einvala lið með tjöld og meira af góðu skapi og áttum við frábært kvöld þarna, við grilluðum og skemmtum okkur.
Já þetta var svona míní míní fjölskyldu útihátíð sem tókst frábærlega..............................

Sunnudagur.
Vöknuðum um tíuleitið og var búið að vera heitt og fínt í tjaldinu í nótt, en það vantaði morgunsólina, þegar leið að hádegi fór að detta eitt og eitt tár af himnum og um hádegið var komin rigningarsuddi. Við pökkuðum dótinu saman og brunuðum heim á Dalvík og vorum komin heim eftir fimm mín.
Um kvöldmatarleitið fórum við svo í að hjálpa Ninnu að flytja í nýju íbúðina og vorum að brasa í því fram eftir kvöldi, en margar hendur vinna létt verk og gekk þetta eins og í lygasögu ,).

Mánudagur.
Nánast engin sól í dag ;( en hann hékk þurr.
Ég fór og setti upp nokkur ljós fyrir Ninnu í dag og svo hjálpuðum við Guðný henni aðeins við að ganga frá.
Við Kalli náðum svo í þvottavélina og komum henni á sinn stað og tengdum.
Í kvöld fórum við svo í kvöldgöngu með Einari og Hilmari, við byrjuðum á því að kíkja aðeins á Fálkahreiðrið og svo pjökkuðum við upp að Brunnklukkutjörn til að athuga með Gullfiskana, ekki eru þessir blessuðu Gullfiskar mikið fyrir að láta sjá sig og urðum við að yfirgefa tjörnina án þess að hafa séð tangur né tetur af Gullfiskunum.................
Ég trúi því samt staðfastlega að þeir séu á lífi en séu bara í felum í gróðrinum.
En við sáum tvö hreiður, eitt Músarindilshreiður og eitt Lóuhreiður, þ.e.a.s við gerðum ráð fyrir að þessi hreiður væru tengd þessum fuglum.
Á eftir lulluðum við niður á höfn og kíktum á Kollurnar með ungana, flestar kúrðu í sandinum með ungakjóruna og var gaman að sjá krílin kúra í belg og biðu ofan á hvor öðrum ;). Strákunum Fannst aftur á móti lang flottast að sjá kollurnar drulla og þótti þeim geysilega fyndið þegar bunan slettist aftur úr þeim.
En nú er þetta orðið ágætt í dag.

Kítlum hláturstaugarnar aðeins!

Maður nokkur kom til læknis illa krambúleraður með 5-járn vafið um hálsinn. Læknirinn gerði að sárum hans og á meðan hann sagaði kylfuna burt spurði hann manninn hvað hefði komið fyrir.
"Jú, sko, við vorum að spila golf, konan mín og ég, og á 3. braut týndist kúlan hennar. Við leituðum um allt en hún fannst hvergi.
Þá sá ég belju, sem lá og jórtraði, svo mér datt í hug að lyfta halanum á henni, og viti menn: þar var kúla sem mér sýndist vera kúla konu minnar, svo ég kallaði: 'Sjáðu, ástin mín, þessi er eins og þín!'..."

Þurfum við ekki einn enn ?

Jónas og tveir vinir hans, Guðmundur og Magnús, voru handteknir í Frakklandi og dæmdir til dauða. Þeir fengu að velja um það hvort þeir vildu láta hengja sig eða setja sig í fallöxina.
Guðmundur var fyrstur og hann valdi fallöxina. Þegar kippt var í spottann þá byrjaði blaðið að falla, en stoppaði þegar það var komið lang-leiðina niður. Samkvæmt hefðinni var dómurinn sagður fullnustaður og Guðmundi var sleppt. Magnús valdi líka fallöxina og þegar kom að því að taka hann af lífi gerðist alveg það sama, svo honum var líka sleppt.
Nú var Jónas spurður hvort hann vildi láta hengja sig eða fara í fallöxina og hann sagði "Ég vel hengingu. Helvítis fallöxin virðist ekki virka neitt!"

Og þar með látum við þessu lokið í dag.

Vona að Guð almáttugur og hans englahirð verði ykkur innanhandar í þeim vandamálum sem upp kunna að koma hjá ykkur, og aðstoði ykkur af fremsta megni við að leysa þau á sem farsælastan hátt.

>((Hörður))°>

Ummæli

Nafnlaus sagði…
viagra cost viagra online rpsgb - generic viagra issues

Vinsælar færslur af þessu bloggi