..::Föstudagur::..
Lögðum af stað austur í hádeginu, veðrið var þokkalegt fyrir norðan en skánaði og þegar við vorum komin í Mývatn var orðið ólíft fyrir hita ;).
Við vorum svo komin austur á Eskifjörð klukkan sex um kvöldið.
Við borðuðum kvöldmat og kláruðum svo að snoða lóðina áður en farið var í bólið.
..::Laugardagur::..
Eftir morgunkaffið þá fórum við með Pabba út að þorskeldiskvíunum og kíktum á skepnurnar, það var ansi gaman að sjá þetta og hafði Einar Már mikið gaman af ferðinni.
Svo kíktum við á Báru frænku og Gunnu en Kiddi var á sjúkrahúsi svo að við sáum kallinn ekki núna.
Þar sem að hin margreinda Austfjarðarþoka lá yfir firðinum settum við stefnuna upp á Oddskarð og þegar við vorum komin upp í kolabotna þá náðum við upp úr þokunni, við fórum svo gamla veginn yfir skarðið og göngin til baka, veðrið var svo gott að við stoppuðum þó nokkra stund við skíðaskálann og nutum góða veðursins.
Á eftir fengum við okkur sveitarúnt sem endaði úti í Vaðlavík, þar var okkur boðið i kökur og kaffi í nýja skálanum sem búið er á reisa á Karlstöðum.
Vegurinn yfir heiðina er bara helvíti góður og ekkert vandamál að fara hann á Subaru ;). En þar sem að klukkan spýttist áfram þá var ekki til setunnar og við brunuðum inn á Eskifjörð og vorum komin þar í steikina til Mömmu á réttum tíma ;).
Kvöldinu eyddum við svo í sjónvarpsgláp.
..::Sunnudagur::..
í morgun var þokulaust á Eskifirði aldrei þessu vant ;) við snudduðum fram að hádegi en þá var ákveðið að leggja í hann norður, Mamma og Pabbi ætluðu að vera okkur samferða upp í Egilstaði.
Við komum aðeins við inni í kirkjugarði og smá stopp var við Völvuleiðið áður en rekið var í upp á hérað.
Það var skítakuldi á fagradalnum 6°C og lítið skárra á Egilstöðum, við stoppuðum aðeins í sjoppunni og renndum svo af stað norður.
Það voru rigningarskúrir á fjöllunum og mikil umferð, í Mývatni stoppuðum við í sjoppunni og kíktum svo í Grjótagjá áður en haldið var áfram.
Þegar við vorum komin yfir að stórutjörnum var komin algjör blíða og stoppuðum við aðeins við vatnið og bökuðum okkur í sólinni.
Brynja bauð okkur svo í mat þegar við komum í bæinn svo að við losnuðum við að elda....................
Og þá er þessu lokið í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
<°((Hörður))><
Lögðum af stað austur í hádeginu, veðrið var þokkalegt fyrir norðan en skánaði og þegar við vorum komin í Mývatn var orðið ólíft fyrir hita ;).
Við vorum svo komin austur á Eskifjörð klukkan sex um kvöldið.
Við borðuðum kvöldmat og kláruðum svo að snoða lóðina áður en farið var í bólið.
..::Laugardagur::..
Eftir morgunkaffið þá fórum við með Pabba út að þorskeldiskvíunum og kíktum á skepnurnar, það var ansi gaman að sjá þetta og hafði Einar Már mikið gaman af ferðinni.
Svo kíktum við á Báru frænku og Gunnu en Kiddi var á sjúkrahúsi svo að við sáum kallinn ekki núna.
Þar sem að hin margreinda Austfjarðarþoka lá yfir firðinum settum við stefnuna upp á Oddskarð og þegar við vorum komin upp í kolabotna þá náðum við upp úr þokunni, við fórum svo gamla veginn yfir skarðið og göngin til baka, veðrið var svo gott að við stoppuðum þó nokkra stund við skíðaskálann og nutum góða veðursins.
Á eftir fengum við okkur sveitarúnt sem endaði úti í Vaðlavík, þar var okkur boðið i kökur og kaffi í nýja skálanum sem búið er á reisa á Karlstöðum.
Vegurinn yfir heiðina er bara helvíti góður og ekkert vandamál að fara hann á Subaru ;). En þar sem að klukkan spýttist áfram þá var ekki til setunnar og við brunuðum inn á Eskifjörð og vorum komin þar í steikina til Mömmu á réttum tíma ;).
Kvöldinu eyddum við svo í sjónvarpsgláp.
..::Sunnudagur::..
í morgun var þokulaust á Eskifirði aldrei þessu vant ;) við snudduðum fram að hádegi en þá var ákveðið að leggja í hann norður, Mamma og Pabbi ætluðu að vera okkur samferða upp í Egilstaði.
Við komum aðeins við inni í kirkjugarði og smá stopp var við Völvuleiðið áður en rekið var í upp á hérað.
Það var skítakuldi á fagradalnum 6°C og lítið skárra á Egilstöðum, við stoppuðum aðeins í sjoppunni og renndum svo af stað norður.
Það voru rigningarskúrir á fjöllunum og mikil umferð, í Mývatni stoppuðum við í sjoppunni og kíktum svo í Grjótagjá áður en haldið var áfram.
Þegar við vorum komin yfir að stórutjörnum var komin algjör blíða og stoppuðum við aðeins við vatnið og bökuðum okkur í sólinni.
Brynja bauð okkur svo í mat þegar við komum í bæinn svo að við losnuðum við að elda....................
Og þá er þessu lokið í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
<°((Hörður))><
Ummæli