..::I´m lazy boy::..
Hef verið frekar latur við að skrifta en ætla að reina að bæta örlítið úr því núna.
Mánudagurinn ha humm það er svo langt síðan hann var að ég man lítið hvað ég bardúsaði þá, Guðný kom veik heim úr vinnunni í morgun og ég fór í sund og svo............................. er stillimynd ;))))..
Þriðjudagur minnið skárra ;) snuddaði eitthvað á lóðinni í morgun reyndi af veikum mætti að sinna einhverjum húsverkum, en var ekki mjög liðugur í því, Guðný er enn veik ;(. Ég fór í nudd hjá Begga eftir hádegi og tók út síðasta tíman í þessari lotu, eitthvað er þetta nú að koma og þar sem að brátt líður að brottför minni af klakanum þá látum við þetta duga núna.
Eftir nuddið söðlaði ég vélfákinn og var stefnan sett á Siglufjörð um Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarskarð, gekk ferðalagið vel og heimsótti ég Þórunni frænku fyrst ég var nú komin á Sigló, Það hefur fjölgar hjá frænku síðan ég kom síðast og lá nýi heimilismeðlimurinn og nagaði bein á eldhúsgólfinu meðan ég stoppaði, hann heitir Júpiter og er ægilega mikið krútt.
Eftir kaffisopann hjá frænku brunaði ég til baka en í skarðinu á bakaleiðinni þurfti ég að skipta yfir á varatank á vélfáknum, einhverstaðar hafði ég lesið að þá ættu að vera 4.5lítrar eftir af eldsneyti svo að ég skeytti ekki meira um það, segir ekki meir af ferðum mínum fyrr en að ég er rétt utan við Karlsá fyrir utan Dalvík, en þá hikstaði fákurinn einu sinni og svo steindó á mótornum. “ÚBBS” kvað klikkaði! Ég dró fram síman og hringdi í Guðnýu sem sendi Brynju með bensínbrúsa sem bjargaði það mér heim ;). Þær systur ásamt Hjördísi voru búnar að galdra fram einhvern fiskrétt sem að ég hitti beint í ;).
Miðvikudagurinn heilsaði með sól og hita, Guðný var betri af sóttinni svo að hún hafði farið til vinnu og vaknaði ég aleinn og einmanna í morgun, skjögraði fram og hellti á kaffi og fór svo að reyna að sinna húsverkunum, á eftir sló ég svo lóðina einn ganginn enn vökvaði runnana og bakaði mig í sólinni það sem eftir var dags.
Um kvöldmatinn skutlaðist ég svo eftir Óla inn á Akureyrarflugvöll en hann ætlar að vera hjá Hjördísi fram á Föstudag. Við mættum náttúrulega beint í grillaðan kjúklingaleggi og meðlæti.......
Á eftir var svo tekið við sjónvarpsgláp og afslöppun.
Og þar með er þessu lokið í dag.......
Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur.
<°((Hörður))><
Hef verið frekar latur við að skrifta en ætla að reina að bæta örlítið úr því núna.
Mánudagurinn ha humm það er svo langt síðan hann var að ég man lítið hvað ég bardúsaði þá, Guðný kom veik heim úr vinnunni í morgun og ég fór í sund og svo............................. er stillimynd ;))))..
Þriðjudagur minnið skárra ;) snuddaði eitthvað á lóðinni í morgun reyndi af veikum mætti að sinna einhverjum húsverkum, en var ekki mjög liðugur í því, Guðný er enn veik ;(. Ég fór í nudd hjá Begga eftir hádegi og tók út síðasta tíman í þessari lotu, eitthvað er þetta nú að koma og þar sem að brátt líður að brottför minni af klakanum þá látum við þetta duga núna.
Eftir nuddið söðlaði ég vélfákinn og var stefnan sett á Siglufjörð um Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarskarð, gekk ferðalagið vel og heimsótti ég Þórunni frænku fyrst ég var nú komin á Sigló, Það hefur fjölgar hjá frænku síðan ég kom síðast og lá nýi heimilismeðlimurinn og nagaði bein á eldhúsgólfinu meðan ég stoppaði, hann heitir Júpiter og er ægilega mikið krútt.
Eftir kaffisopann hjá frænku brunaði ég til baka en í skarðinu á bakaleiðinni þurfti ég að skipta yfir á varatank á vélfáknum, einhverstaðar hafði ég lesið að þá ættu að vera 4.5lítrar eftir af eldsneyti svo að ég skeytti ekki meira um það, segir ekki meir af ferðum mínum fyrr en að ég er rétt utan við Karlsá fyrir utan Dalvík, en þá hikstaði fákurinn einu sinni og svo steindó á mótornum. “ÚBBS” kvað klikkaði! Ég dró fram síman og hringdi í Guðnýu sem sendi Brynju með bensínbrúsa sem bjargaði það mér heim ;). Þær systur ásamt Hjördísi voru búnar að galdra fram einhvern fiskrétt sem að ég hitti beint í ;).
Miðvikudagurinn heilsaði með sól og hita, Guðný var betri af sóttinni svo að hún hafði farið til vinnu og vaknaði ég aleinn og einmanna í morgun, skjögraði fram og hellti á kaffi og fór svo að reyna að sinna húsverkunum, á eftir sló ég svo lóðina einn ganginn enn vökvaði runnana og bakaði mig í sólinni það sem eftir var dags.
Um kvöldmatinn skutlaðist ég svo eftir Óla inn á Akureyrarflugvöll en hann ætlar að vera hjá Hjördísi fram á Föstudag. Við mættum náttúrulega beint í grillaðan kjúklingaleggi og meðlæti.......
Á eftir var svo tekið við sjónvarpsgláp og afslöppun.
Og þar með er þessu lokið í dag.......
Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur.
<°((Hörður))><
Ummæli