09.09.2003

..::Rækjusalat::..
Nú er það svart ;) ég rétt næ að fiska í rækjusalatið hjá kokknum ,).
Kokkurinn útbjó þetta fína rækjusalat í dag, vélstjórinn sagði mér svo seinna að hann hefði verið komin út á hálan ís þegar hann ætlaði að fá sér af salatinu, kokkurinn kom sótillur og sagði honum að þetta salat væri eingöngu handa skipstjóranum og aðrir ættu að láta það í friði ;). Já það er vandlifað í þessari veröld en skilaboðin voru skýr og ég held satt best að segja að flestir hafi gaman af þessari vitleysu í kokknum.
Ekki urðu væntingarnar með skekkjunemann að veruleika en einhverra hluta vegna þá virkaði þetta alveg þveröfugt við það sem það átti að gera ;(, en við því er lítið að gera.
Það er farið að kræla á haustinu og logndögunum er greinilega að fækka, í dag er ágætisveður en smá norðan golukaldi.
Í dag var fyrsti dagurinn hjá Guðnýu í skólanum ,) og ef mer er ekki farið að förlast þeim meir þá á Telma systir mín afmæli í dag ;) “til hamingju með daginn Telma”.
Í kvöld verður maður svo að hysja upp um sig brækurnar og reina að gera eitthvað nógu vitlaust, keyra eitthvað og vona að maður hitti í einhverja rækju.
En það eru ekki allir bjartsýnir á mikla veiði, allavega tilkynnti Steinríkur mér það niðurlútur í morgun að líklega yrði þetta ekki stuttur túr og við yrðum sjálfsagt úti þar til eldsneytið yrði uppurið, sjálfur er ég nú ekki svo svartsýnn á öðrum degi túrsins og vonast til að finna einhver kvikindi áður en yfir líkur.

En þá er komið að því að reina enn eina ferðina að finna eitthvað á skemmtilegurnar....

Þetta er ljótt sár, sagði læknirinn meðan hann bar joð á afturhluta Jónasar. - Hvernig vildi þetta slys til. - Ja ég var nú bara í ástarleik með konunni þegar ljósakrónan hrundi niður. - Ja einmitt. Þú hefur samt sloppið vel, sagði læknirinn. - Ja það held ég nú sagði Jónas. - Ef hún hefði dottið mínútu fyrr hefði ég fengið hana í hausinn.

Bið svo Guð almáttugan og hans englahjörð að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi