..::Bið::..
Hafið þið einhvertímann tekið eftir því að líf okkar einkennist af endalausri bið, það er alltaf verið að bíða eftir einhverju.
Það er sama hvar maður drepur niður niðurstaðan er alltaf bið og gæti ég endalaust talið upp þessa hluti, núna erum við t.d að bíða eftir því að þessu stími verðið lokið, ég er að bíða eftir matnum, stefnubreytingu og að vaktin verði búin o.s.f.v.
En hvað um alla þessa bið sendum hana afturfyrir og komum að ferðalaginu.
Já það er búið að ganga á ýmsu á landleiðinni og virðist það alltaf vera okkur í óhag, staumar og vindar breytast jafnóðum og maður telur sig vera búin að finna endanlega lausn á stjórnunarvandamáli dollunnar ;), og þá verður að breyta afstöðu þyngd og fl.
Maður á í fullu fangi við að hugsa upp ný ráð við utanaðkomandi orsökum sem hrekja okkur út af stefnunni ;(.
Það er kannski verið að reyna að brjóta mann niður með öllu þessu mótlæti en þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu, og ég skal koma þessari dollu að landi hjálparlaust hvað sem það kostar.
Í athugunaraugnabliki 18:00 UTC eigum við eftir 128sml í lóðspunktinn fyrir utan höfnina í St.Johns, og miðað við að skútan gangi svipað og núna og ekkert óvænt mæti okkur, þá ættum við að hafa þetta af á morgun ;).
Það er búið að halda áhöfninni sveittri við þrif og lagfæringar á dollunni síðan við lögðum af stað, ef frá er talið sá tími sem farið hefur í endurbætur á stýrisbúnaðnum.
Í morgun rak ég kallana í trollið en toppvængirnir og totan fremst á vængnum voru gjörsamlega í döðlum, það var búið að breiða yfir þetta og átti greinilega að salta þetta.
Já kreppir víða að þessa dagana, en það verður að reyna að taka þessu með jafnaðargeði brosa framan í heiminn og hugsa fallega um sjálfan sig og aðra.
En það er mikið af góðu fólki í kring um mig bæði hér um borð og heima á Íslandi, svo ekki sé talað um umboðsmennina okkar í Kanada.
Svo það þíðir ekkert að vera með einhvern barlóm þótt stígið sé á tærnar á okkur, við spólum í land stýrislausir komum þessu í lag og mætum tvíefldir til baka ;).
Látum það vera lokaorðin í dag.

En er farið að ískra í skemmtilegunum? Við verðum að bæta úr því ;)......

Konan hans Jónasar kom óvænt heim einn daginn og kom þá að Jónasi í rúminu með ungri laglegri stúlku með sítt hár. Hún varð æfareið, eins og gefur að skilja, og tók upp þungan skrautmun og kastaði i þau.
Bíddu bíddu, sagði Jónas, þú skilur ekki. Sko, hún er bara puttaferdalangur sem ég sá úti á þjóðveginum og tók hana upp i bílinn., útskýrði hann, Hún hafði ekki borðað neitt i langan tíma, svo ég fór með hana heim og gaf henni að borða. Þá sá ég að sandalarnir hennar voru næstum ónýtir, svo að ég gaf henni gamla sandala sem þú hefur ekki notað í 10 ár. Þá tók ég eftir að skyrtan hennar var rifin, svo ég gaf henni gamla skyrtu af þér sem þú hefur ekki notað í mörg ár. Og gallabuxurnar hennar voru alveg gatslitnar og stagbættar, svo ég gat náttúrulega ekki annað en gefið henni gamlar buxur sem þú ert löngu hætt að nota. Og svo rétt i því sem hún er að fara þá spurði hún, Er eitthvað annað sem konan þín er hætt að nota?????

Vona svo að Guð og gæfan verði ykkur hliðholl í dýrslegri baráttu lífsins.

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi