Henti inn nokkrum myndum úr túrnum hérna..
Klikka hér til að skoða myndir
6 nóvember.
Klipping ala Svala klukkan ellefu en hárlubbinn var farin að valda mér óþægindum, svo fór drjúgur tími í að reina að redda sér háseta í næsta túr, hringdi ég út og suður og hafði þetta í gegn fyrir rest hehe. Svo er flug suður seinnipartinn og út í kvöld..........
5 nóvember.
Trollið komið inn um miðnætti vegna lokunarinnar, djö..... í síðasta halinu voru 4.5t af gröðustu Ýsu sem ég hef séð. Og svona til að krydda þetta aðeins þá gleymdist að loka mótökunni og fór mest allur aflinn út um allt millidekk :(, nú var þetta eins og á síðunni og gerðum við að upp úr dekkinu. Og svo stoppaði þvottakarið svo að það mátti tína allt upp úr því by hand, en þetta kom allt á endanum, ekki vandamál bara verkefni sem þurfti að leysa. Settum á fulla ferð inn til Reykjavíkur og vorum búnir að binda rétt fyrir átta. Lönduðum köruðum og ísuðum fyrir hádegi, svo var gefið frí fram á laugardagskvöld. Ég renndi mér í flug og var komin norður upp úr þrjú.
4 nóvember.
Í morgun var komið blíðuveður, og köstuðum við í grjótinu, frekar döpur veiði fram eftir degi en skánaði þegar leið á kvöldið. Nú á að loka öllu svæðinu á miðnætti en halda því opnu fyrir neta og línubátum, “Sjávarútvegsráðherra hefði átt að gagga hærra yfir mismunum veiðarfæra, ég get nú ekki séð annað en þetta sé mismunun.
3 nóvember.
Rólegt í nótt , saman hlerar í morgun og tók smá tíma að greiða úr flækjunni, en með góðum mannskap er allt framkvæmanlegt. Kipptum norður á Jökultungu og náðum þar tveim frekar slöppum holum áður en hann rauk upp með vestan norðvestan hvassviðri, hysjuðum upp um okkur og dóluðum undan veðrinu til baka upp í Grjót, það spáir þokkalega fyrir morgundaginn.
2 nóvember.
Kastað í grjótinu utan við Sandgerði klukkan 2:30 í nótt, þokkalegt nudd af graðÝsu þar í dag og lyftist brúnin aðeins á mínum mönnum við þennan veiðivott. Í morgun var svo fína trollið rifið og vorum við Jobbi 3klst að redda því. Sævar á companýskipinu er búin að vera í “Stuði!” og var hann komin með fullan bát á meðan við vorum að dunda okkur í landi :(. Þegar leið á kvöldið dapraðist veiðin og varð frekar rólegt yfir þessu.
1 nóvember.
Home sweet home :), eyddi deginum heima á Dallas en flaug suður í kvöld. Það fór náttúrulega drjúgur tími í símavændið í dag en það virðist vera snúið að raða niður almennilegu mannskap þessa dagana :), samt er þetta allt að koma og verður sjálfsagt á endanum fínt. Flaug suður í kvöld, og kippti gömlu tölvunni með en Gunni ætlar að strauja hana fyrir mig. Þegar ég svo loksins mætti voru mínir menn að ljúka við að kara og ísa, ekki var eftir neinu að bíða enda allt orðið klárt svo að við slepptum og drifum okkur af stað.
Klikka hér til að skoða myndir
6 nóvember.
Klipping ala Svala klukkan ellefu en hárlubbinn var farin að valda mér óþægindum, svo fór drjúgur tími í að reina að redda sér háseta í næsta túr, hringdi ég út og suður og hafði þetta í gegn fyrir rest hehe. Svo er flug suður seinnipartinn og út í kvöld..........
5 nóvember.
Trollið komið inn um miðnætti vegna lokunarinnar, djö..... í síðasta halinu voru 4.5t af gröðustu Ýsu sem ég hef séð. Og svona til að krydda þetta aðeins þá gleymdist að loka mótökunni og fór mest allur aflinn út um allt millidekk :(, nú var þetta eins og á síðunni og gerðum við að upp úr dekkinu. Og svo stoppaði þvottakarið svo að það mátti tína allt upp úr því by hand, en þetta kom allt á endanum, ekki vandamál bara verkefni sem þurfti að leysa. Settum á fulla ferð inn til Reykjavíkur og vorum búnir að binda rétt fyrir átta. Lönduðum köruðum og ísuðum fyrir hádegi, svo var gefið frí fram á laugardagskvöld. Ég renndi mér í flug og var komin norður upp úr þrjú.
4 nóvember.
Í morgun var komið blíðuveður, og köstuðum við í grjótinu, frekar döpur veiði fram eftir degi en skánaði þegar leið á kvöldið. Nú á að loka öllu svæðinu á miðnætti en halda því opnu fyrir neta og línubátum, “Sjávarútvegsráðherra hefði átt að gagga hærra yfir mismunum veiðarfæra, ég get nú ekki séð annað en þetta sé mismunun.
3 nóvember.
Rólegt í nótt , saman hlerar í morgun og tók smá tíma að greiða úr flækjunni, en með góðum mannskap er allt framkvæmanlegt. Kipptum norður á Jökultungu og náðum þar tveim frekar slöppum holum áður en hann rauk upp með vestan norðvestan hvassviðri, hysjuðum upp um okkur og dóluðum undan veðrinu til baka upp í Grjót, það spáir þokkalega fyrir morgundaginn.
2 nóvember.
Kastað í grjótinu utan við Sandgerði klukkan 2:30 í nótt, þokkalegt nudd af graðÝsu þar í dag og lyftist brúnin aðeins á mínum mönnum við þennan veiðivott. Í morgun var svo fína trollið rifið og vorum við Jobbi 3klst að redda því. Sævar á companýskipinu er búin að vera í “Stuði!” og var hann komin með fullan bát á meðan við vorum að dunda okkur í landi :(. Þegar leið á kvöldið dapraðist veiðin og varð frekar rólegt yfir þessu.
1 nóvember.
Home sweet home :), eyddi deginum heima á Dallas en flaug suður í kvöld. Það fór náttúrulega drjúgur tími í símavændið í dag en það virðist vera snúið að raða niður almennilegu mannskap þessa dagana :), samt er þetta allt að koma og verður sjálfsagt á endanum fínt. Flaug suður í kvöld, og kippti gömlu tölvunni með en Gunni ætlar að strauja hana fyrir mig. Þegar ég svo loksins mætti voru mínir menn að ljúka við að kara og ísa, ekki var eftir neinu að bíða enda allt orðið klárt svo að við slepptum og drifum okkur af stað.
Ummæli