..::Jólatúrinn framundan::..
Jæja nú styttist hratt í að ég fari aftur á hafið, en núna á sunnudaginn flýg ég væntanlega suður ef veður leifir og svo út til Las Palmas á mánudagsmorgun.
Já fríið er að verða búið og komið að þessum leiðindapunkti að þurfa að fara aftur, en maður verður bara að leita uppi ljósu punktana og hugsa jákvætt :), það verður þá bara styttra þangað til maður kemur heim næst.

Ég hef aðeins verið að uppfæra hjá mér síðuna enda ekki vanþörf á, kóðinn var allur komin í döðlur og allt í steik :), ég er með hugmyndir um að fara að Blogga eitthvað aftur og áhvað að láta bloggið opnast inni í síðunni minni, hvað sem ykkur kann að finnast um það verðið þið bara að setja á kommentin hehe, ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því því það nennir yfirleitt engin að kommenta.

Undanfarið hef ég líka eitt smá tíma í að koma Bjarma síðunni aðeins á lappirnar en það verður svo bara að koma í ljós hvernig það verður, en þið getið sjálf dæmt um það á www.bjarminn.is.

Hafið það svo sem best og munið að horfa eftir ljósu punktunum, þeir eru um allt...

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú ert nú meiri flakkarinn!! ekki nóg með að þú sért að endasendast um allan heim, heldur þarf maður að hafa sig alla við að leita að blokkinu þínu.
Megir þú eiga góða ferð út og gangi þér allt í haginn. Sjáumst á nýju ári.
Nafnlaus sagði…
Já þetta er eins og neð annað, maður verður að finna sér einhvern stað :). En þetta er vonandi komið til að vera.

Vinsælar færslur af þessu bloggi