..::Jólalegt::..
Það er orðið frekar jólalegt hérna á víkinni og gráhvít snjóslæða yfir öllu, víða er búið að skreyta og bærinn er að komast í jólabúninginn.
Það er ekki hægt að segja annað en að það nagi mann aðeins í hrygginn að þurfa að kveðja svona korteri fyrir jól og halda suður á bóginn, maður er í engum takt við farfuglana því þeir eru löngu farnir hehe, en svona er þetta bara og ekkert við því að gera.

Nú er búið að setja upp nýtt internetkerfi um borð hjá okkur svo við getum betur fylgst með því hvað er að gerast í veröldinni, ásamt því að geta hlustað á útvarpið yfir netið.
Einnig er síminn tekin yfir netið og kostar það mig það sama að hringja héðan og um borð og innanlands, ásamt því að talgæðin eru eins og best verður á kosið. Við erum með íslenskt númer, svo það ætti ekki að vera mjög erfitt að vera í sambandi við sína símleiðis :).
Nú svo er líka hægt að nýta sér Skype sem er náttúrulega frítt símkerfi.

Í dag er svo fyrirhuguð fjölskylduferð til Akureyrar það sem lokahnykkurinn á jólagafakaupunum verður tekin.

Munið svo að vera þæg og góð svo þið eigið möguleika á því að fá eitthvað í skóinn :).

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Geggjað með nýja fjarskipta kerfið. Getur þú þá verið á netinu eins lengi og þú vilt? Meina kostar það ekkert t.d. pr. mínútu?
Nafnlaus sagði…
Veit ekki hvernig það er, en þetta er eins og 128bita Isdn tenging, sem er bara fínt, en ætli maður verði ekki að sofa eitthvað hehe, vaktin mín er mínimum 12klst yfirleitt lengri, svo ég á nú ekki von á að ég hangi mikið á netinu, en þetta er option sem gott er að hafa :):)

Vinsælar færslur af þessu bloggi