..::Gleðilega Páska::..
Nú þarf maður ekki lengur að láta sér hlakka til að éta páskaeggið því það er komið ofan í maga á okkur félögunum ;), annars kom það skemmtilega á óvart að Kristján kom færandi hendi í hádeginu og færði okkur öllum páskaegg svo engin fór í páskaköttinn.
Annars finnst mér nú alltaf málshættirnir það skemmtilegasta við þessa súkkulaðihefð.

Ég fékk tvo málshætti í dag en utan um þá voru súkkulaðiegg sem eru nú uppétin hehe.
Barnið vex en brókin ekki
Að ósi skal á stemma


Reynir Sig fékk
Engin man öll sín orð sjálfur

Gummi Sævars fékk
Sá skal friðinn ei brjóta, sem friðarins vill njóta

Halli vélstjóri fékk
Holdið er torvelt að temja

Og Kristján Jak fékk
Sinn brest láir hver öðrum mest

Þannig leit þetta út..........
Mynd dagsins er af stærra egginu mínu 3mínútum eftir að það var byrjað á því :).

Látum þetta duga í dag.
Bið páskagyðjuna að vera ykkur innan handa í eggjaátinu........og munið að það má alltaf taka sig á seinna hehe.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi