..::Skjótt skipast veður í lofti::.
Í gærmorgun þegar ég opnaði augun vann ég hjá Sjólaskipum en um miðjan dag var ég farin að vinna fyrir Samherja ;), já engin veit sína æfina fyrr en öll er hehe.

Lífið um borð gengur sinn vanagang og alltaf eru einhverjar uppákomur, t.d tókst mér að slíta frá mér trollið í fyrrakvöld.
Það var ekkert annað í stöðunni en að henda króknum út og húkka druslurnar upp aftur, það gekk ótrúlega vel og kræktum við í draslið í fyrstu ferð.
Við nánari samtöl við skip á bleyðunni reyndist þetta vera þekktur óþverrablettur en einhverra hluta vegna hafði vitneskja um hann ekki ratað til okkar :(.

Annars er ekki mikið að segja annað en að við erum að dunda við að kítta í síðustu holurnar í frystilestunum en fáum ekki löndun fyrr en á mánudag svo þetta er allt á rólegu nótunum núna.

Mynd dagsins er af Vírusi, ekki er annað að sjá en að hann sé nokkuð slakur yfir eigendaskiptunum. Svo eru nokkrar fleiri nýjar myndir á myndasíðunni.

Fleira verður það ekki í bili.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
já maður veit víst aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér,en ég hef ekki séð neitt um þetta í fréttum.
Vona að að þú hafir það sem best nú styttist aldeilis hratt þar til við hittumst.knús úr Kríulandi

Vinsælar færslur af þessu bloggi