..::Þá er komið að því::..
Það er að segja að skrifa einhverjar línur á þetta blogg.
Það hefur verið ágætis nudd á okkur síðan við komum um borð svo að það er ástæðulaust að væla og skæla undan fiskiríinu.
Auðvitað hafa ýmis merkiskvikindi þvælst í vörpuna, skepnur sem sjálfsagt myndu vekja lukku á fiskasýningunni á Fiskideginum heima á Dalvík, ég sé enga möguleika á að koma þessum skepnum þangað og bíð því bara upp á myndir.
Annars er ekki gott að missa af þessum degi okkar Dalvíkinga, ég væri alveg til í að vera heima í Spærlingsgötu um næstu helgi en það verður víst ekki þetta árið ;).

Nýi Kötlu forstjórinn heimsótti flotann um daginn og heiðraði okkur með nærveru sinni í tvo daga.
Vírus byrjaði á að þefa af honum þegar hann mætti og skreið svo upp í fangið á honum svo að við gerum fastlega ráð fyrir að þetta allt verði í fínu lagi, annars leist okkur príðisvel á nýja stjórann og teljum að hann eigi eftir að rífa þetta batterí áfram.

Verslunarmannahelgin framundan, er ekki flöskudagurinn mikli á morgun?, einhvertíman hefði maður nú verið orðin silkimjúkur í Hallormstaðaskógi á fimmtudagskvöldið fyrir versló en því er ekki að heilsa lengur hehe.

Myndirnar eru af Sleggjuhákörlum sem viltust í vörpuna síðastliðna nótt, blessuð sé minning þeirra.


Læt þetta duga í bili.
Vona að þið eigið góða helgi og gerið nú ekkert sem ég myndi ekki gera, AMEN!.
Guð geimi ykkur hver sem þið eruð niðurkomin...........................

PS: Fleiri myndir af sleggjunum á myndasíðunni :).

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú býrð í Loðnugötu núna þennan fiskidag :-)
Nafnlaus sagði…
Nú,gott að vita hvar maður á heima hehe. Verður þá nýtt nafn á karlinum? Loðmundur???
Nafnlaus sagði…
Já ég mæli með endurskýrn,Loðmundur er flottara.
Nafnlaus sagði…
ææ skírn er með einföldu .og dekrið var meiri háttar,fyrsta sinn sem ég fer í fótadekur sem nær upp á hnakka.æðislegt takk enn og aftur.

Vinsælar færslur af þessu bloggi