..::Útihátíð hvað???::.
Það er ró yfir okkur félögunum þessa verslunarhelgi, og ekki hægt að segja annað en það fara bara ágætlega um okkur svona langt frá gleðinni sem þvengríður Íslandi þessa helgi.

Við félagarnir óskum ykkur alls hins besta og vonum að þið eigið góða helgi, passið bara að frostverja ykkur ekki um of, allt er best í hófi, kannski ekki gott fyrir mig að vera að predika þetta því í minningunni var maður ekki alltaf til fyrirmyndar um þessa helgi hehe, en en maður slapp óskaddaður í gegn um nokkrar útihátíðir og ég vona að það verði sama hjá ykkur ;).

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Var að reyna að kommenta en það tyndist. taka 2
Já maður var oft stressaður yfir unglingunum sínum þegar þeir voru á útihátíðum í gamla daga.Allt fór þó vel.
Gangi þér vel að fiska og hittumst hress. kærar kveðjur úr Kríulandi
Nafnlaus sagði…
:) já frostvarinn var maður oft...he..he. Nú storknar í manni blóðið vegna áfengisleysis...;)
Knús og kossar,
Haddó

Vinsælar færslur af þessu bloggi