..::Vefmyndavél::..
Er ekki komin tími til að pikka inn nokkrar línur ;).
Annars er ekki margt markvert að segja héðan annað en að við erum búnir að landa einu sinni á legunni í Nouadhibou, það gekk þokkalega en veðrið var hundleiðinlegt allan tímann, ég eyddi megninu af þessari löndun í bátaviðgerðir og var á endanum komin með fóbíu fyrir bensínlykt og velting, en tveir dagar fóru í að koma mótornum í starfhæft form, en það hafist fyrir rest og á endanum fannst bensínstífla sem orsakaði gangtruflanirnar.
Fiskidagshelgin leið í ró og spekkt hjá mér, en ég hefði alveg verið til í að vera heima á Dalvík þessa helgi, auðvitað ætlaði ég að fylgjast með á nýju Dalvíkur vefmyndavélinni en einhverrahluta vegna náði ég aldrei sambandi við hana um helgina, skítt því þetta er búið að vera allt of lengi í bígerð, og svo er niðurstaðan óviðunandi. Ég var að vonast til að vélin yrði með meiri gæði og myndi horfa yfir (skanna) hafnarsvæðið og um miðbæin, en eihverra hluta vegna er þetta alls ekki nógu gott, bæði eru gæðin ekki góð og svo þann tíma sem hún sýndi “á föstudeginum” þá góndi vélin ofan í planið framan við Ráðhúsið, með góðum vilja mátti sjá yfir að kaffihúsinu. En vonandi á eftir að stilla þetta eitthvað og laga svo þetta verði brúklegt.
Annars hefur mér alltaf fundist að Dalvíkur vefmyndavél ætti að vera staðsett í kirkjuturninum og horfa þaðan yfir bæinn, skönnun út og suður ;), og þá almennileg vél ekki eitthvert dót, það er nefnilega ekki aðalatriðið að þetta sé eins og video, best er að gæði myndanna séu góð, hverjum er ekki sama þótt myndin sé 3-60sek gömul ef hún er almennileg?.
En nóg bull í bili.
Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur...................
PS: Guðný setti inn nokkrar myndir af fiskidagshelginni í myndaalbúmið.....
Er ekki komin tími til að pikka inn nokkrar línur ;).
Annars er ekki margt markvert að segja héðan annað en að við erum búnir að landa einu sinni á legunni í Nouadhibou, það gekk þokkalega en veðrið var hundleiðinlegt allan tímann, ég eyddi megninu af þessari löndun í bátaviðgerðir og var á endanum komin með fóbíu fyrir bensínlykt og velting, en tveir dagar fóru í að koma mótornum í starfhæft form, en það hafist fyrir rest og á endanum fannst bensínstífla sem orsakaði gangtruflanirnar.
Fiskidagshelgin leið í ró og spekkt hjá mér, en ég hefði alveg verið til í að vera heima á Dalvík þessa helgi, auðvitað ætlaði ég að fylgjast með á nýju Dalvíkur vefmyndavélinni en einhverrahluta vegna náði ég aldrei sambandi við hana um helgina, skítt því þetta er búið að vera allt of lengi í bígerð, og svo er niðurstaðan óviðunandi. Ég var að vonast til að vélin yrði með meiri gæði og myndi horfa yfir (skanna) hafnarsvæðið og um miðbæin, en eihverra hluta vegna er þetta alls ekki nógu gott, bæði eru gæðin ekki góð og svo þann tíma sem hún sýndi “á föstudeginum” þá góndi vélin ofan í planið framan við Ráðhúsið, með góðum vilja mátti sjá yfir að kaffihúsinu. En vonandi á eftir að stilla þetta eitthvað og laga svo þetta verði brúklegt.
Annars hefur mér alltaf fundist að Dalvíkur vefmyndavél ætti að vera staðsett í kirkjuturninum og horfa þaðan yfir bæinn, skönnun út og suður ;), og þá almennileg vél ekki eitthvert dót, það er nefnilega ekki aðalatriðið að þetta sé eins og video, best er að gæði myndanna séu góð, hverjum er ekki sama þótt myndin sé 3-60sek gömul ef hún er almennileg?.
En nóg bull í bili.
Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur...................
PS: Guðný setti inn nokkrar myndir af fiskidagshelginni í myndaalbúmið.....
Ummæli
Strákarnir voru búnir að vera í einhverja daga hér að brasa með þetta og ekkert gekk.
Þá kom tvígengisheilinn um borð og fór í 4 stroke ruslið og reddaði þessu á 2 tímum.
Þú hefur bara samband næst svo að það verði eitthvað úr lönduninni hjá þér;)
Kv.
Steini
Ski-Doo kick ass