..:: Nú er það Derex ekki Derrik ;)::..
Það er komið að því að blessaðir englarnir okkar komist í frí, en í dag eru áhafnarskipti hjá okkur á legunni í Nouadhibou, það er alltaf mikil spenna í köllunum í þessum skiptum enda eru margir búnir að vera lengi að heiman og spenntir fyrir því að komast heim, það er misjafnt hvort menn fara einn eða tvo samninga en flestir eru þó tvo.
Hver samningur er 70dagar svo að það er langt komið á fimmta mánuð hjá mörgum, hver væri ekki búin að fá nóg eftir svoleiðis vinnutörn? Já ég segi vinnutörn því þessir karlar vinna sína 12klst á dag þessa 140daga, ekkert helgarfrí, ekkert nema vinna sofa og éta, en þetta er val og engin er neyddur í þetta, á móti kemur svo gott frí, en þetta er samt í lengri kanntinum.
Það styttist í þessu úthaldi hjá okkur Íslendingunum en við vonumst til að komast af stað heim þriðja september, en það eru yfirleitt tvö styttri úthöld á haustin til að velta Jólunum, þannig að menn séu ekki á sjó nema önnur hver jól.
Já það eru ekki alltaf Jólin "heima" en þau koma samt hvort sem maður er staddur við vesturströnd Afríku eða á Íslandi..
Að örðu leiti er ekki mikið í fréttum af okkur, Vírus hefur það alveg glimrandi gott og á allt orðið skuldlaust, hann er löngu hættur að kippa sér upp við landanir og múringar, rútínan hjá honum er ekki ósvipuð og hjá Rússunum nema hjá honum er þetta “sofa éta og fara í sandkassann” sældarlíf.
Nú og svo hefur hann ómældan fjölda handa sem vilja klappa honum og klóra 24tíma á sólahring, bara þegar honum hentar.
Myndir dagsins voru teknar í gær á miðunum þegar við mættum kompanískipunum, svo er ein mynd af Reynir með Derex, en Derex er fistegund ekki ósvipaður búra sem kemur stundum sem meðafli, í þetta skipti var samt meðaflinn í meirihluta og þá flokkast þetta orðið sem ódráttur ;).
Látum þetta duga í bili.
Vona að heilladísirnar beini töfrasprotanum til ykkar, fylli ykkur af hamingju og kærleika þangað til þið skríkið af gleði...............................
Það er komið að því að blessaðir englarnir okkar komist í frí, en í dag eru áhafnarskipti hjá okkur á legunni í Nouadhibou, það er alltaf mikil spenna í köllunum í þessum skiptum enda eru margir búnir að vera lengi að heiman og spenntir fyrir því að komast heim, það er misjafnt hvort menn fara einn eða tvo samninga en flestir eru þó tvo.
Hver samningur er 70dagar svo að það er langt komið á fimmta mánuð hjá mörgum, hver væri ekki búin að fá nóg eftir svoleiðis vinnutörn? Já ég segi vinnutörn því þessir karlar vinna sína 12klst á dag þessa 140daga, ekkert helgarfrí, ekkert nema vinna sofa og éta, en þetta er val og engin er neyddur í þetta, á móti kemur svo gott frí, en þetta er samt í lengri kanntinum.
Það styttist í þessu úthaldi hjá okkur Íslendingunum en við vonumst til að komast af stað heim þriðja september, en það eru yfirleitt tvö styttri úthöld á haustin til að velta Jólunum, þannig að menn séu ekki á sjó nema önnur hver jól.
Já það eru ekki alltaf Jólin "heima" en þau koma samt hvort sem maður er staddur við vesturströnd Afríku eða á Íslandi..
Að örðu leiti er ekki mikið í fréttum af okkur, Vírus hefur það alveg glimrandi gott og á allt orðið skuldlaust, hann er löngu hættur að kippa sér upp við landanir og múringar, rútínan hjá honum er ekki ósvipuð og hjá Rússunum nema hjá honum er þetta “sofa éta og fara í sandkassann” sældarlíf.
Nú og svo hefur hann ómældan fjölda handa sem vilja klappa honum og klóra 24tíma á sólahring, bara þegar honum hentar.
Myndir dagsins voru teknar í gær á miðunum þegar við mættum kompanískipunum, svo er ein mynd af Reynir með Derex, en Derex er fistegund ekki ósvipaður búra sem kemur stundum sem meðafli, í þetta skipti var samt meðaflinn í meirihluta og þá flokkast þetta orðið sem ódráttur ;).
Látum þetta duga í bili.
Vona að heilladísirnar beini töfrasprotanum til ykkar, fylli ykkur af hamingju og kærleika þangað til þið skríkið af gleði...............................
Ummæli