..::Pósturinn:::..
Þá er það pistilinn :). Undanfarna daga hefur verið þokkalegt rjátl svona heilt yfir held ég, oftar en ekki hefur flotinn verið eins og mý á mykjuskán.
Það má alltaf sjá eitthvað gott út úr öllu ef vilji er til, þessi samþjöppun varð t.d til þess að póstflutningar hafa gengið með besta móti og erum við nánast orðnir uppiskroppa með póst, eigum bara einhverja bréfsnepla eftir í þrjú skip.
Gunnsteinn á Ölphu kom og sótti þeirra póst og tók eitthvað fyrir aðra í leiðinni, það var hvalreki á fjörur okkar að fá Gunnstein, hann lék við hvurn sinn fingur og fór á kostum í frásögn og leiktilburðum.
Svo mættu Geysismen og tóku sinn póst, þá var farið að gola aðeins svo við létum póstinn síga niður til þeirra og slepptum upphífingu, hefði verið gaman að fá þá í heimsókn en það verður ekki við öllu séð.

Í fyrrakvöld fékk ég að heyra sögu sem hreinlega bjargaði deginum ef ekki bara vikunni, með skemmtilegri sögum sem ég hef heyrt lengi, hún tengdist heimahögunum að austan, nánar tiltekið þá gerðist hún á sveitabæ þar sem ég var í sveit sem krakki svo að það var ákaflega einfald að myndgera þessa gamansögu í huganum.
Ég er efins um að ég megi segja þessa sögu hérna, hún ekki fyrir viðkvæmar sálir og sem stendur hef ég ekki birtingarleifi hennar, það er þó aldrei að vita nema ég geti sært leifið út ef ég breiti nöfnum á persónum og leikendum ;).

Mynd dagsins er af okkur Vírusi, hann er duglegur við að hjálpa okkur við veiðarnar, það verður sjálfsagt það næsta sem maður heyrir haft eftir H..... að það fáist aldrei bein á skipið nema Kötturinn sé í stólnum hehe.
Svo eru komnar nokkrar myndir, click “here”

Læt þetta duga í dag.
Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur, munið að brosa og vera góð við hvert annað.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hlakka til ad heyra soguna,vid hofum thad mjog gott.hlokkum til ad sja thig, knús og kossar Mamma
Nafnlaus sagði…
Já flott að heyra að þið hafið það gott á Kanarí.
Veit ekki hvort þessi saga sé nokkuð fyrir þig ;).
Nafnlaus sagði…
Sæll Hörður.
Er eitthvað illt á milli ykkar Hinriks ? maður gæti haldið það svona ef maður les á milli lína hjá þér.
Nafnlaus sagði…
Kæri Nafnlausi.
Nei það er ekkert illt á milli okkar að ég veit, allavega ekki frá minni hálfu.
Ég get náttúrulega ekki svarað fyrir hann, því verður hann að svara sjálfur.

Ég get ekki séð að ég hafi verið að tala um Hinna, en það er misjafnt hvernig fólk les.

Ég hef reynt að láta mér þykja vænt um fólk og dýr.
Ég hef ekki séð ástæðu til að legga hatur á einn eða neinn, aftur á móti finn ég til með sumu fólki og reini þá að hugsa fallega til þess.

Vona að þetta svari einhverju.

Vinsælar færslur af þessu bloggi