..::Komin tími á skriftir::..
Þetta er náttúrulega ekki orðið hægt en ég ætla samt að reina að sýna smá lit og pústa aðeins út, heitir það ekki að skrifta á Kaþólsku ?

Það hefur ýmislegt verið í gangi hérna hjá okkur eins og vanalega, Reynir og strákarnir fóru í að skera burt hryggandskota á dekkinu sem hefur verið að flækjast fyrir okkur lengi, þörf hreynsum sem við hefðum átt að vera búnir að framkvæma fyrir löngu. Betra er seint en aldrei og á tímum ofurolíuverðs er gott að losa dallinn við alla óþarfa þyngd.
Annars hef ég lítið annað gert í tvo daga en að sóa olíu í tómt bull og vitleysu, þeir félagar mínir á kompanýskipunum hafa tekið mig þvílíkt í rassgatið fiskilega séð að ég hef þurft að standa grátbólgin við stólinn búin á sál og líkama;).
Eins og Silfurskottan orðaði svo vel um árið þá segi ég “Minn tími mun koma” ef ekki í dag nú þá einhvertímann seinna, kannski á morgun :).

Vírus er einn af þeim sem lætur aflaleysið ekki raska ró sinni, honum nægir að það sé matur og vatn í döllunum og sandur í kassanum, svo sakar ekki að fá svefnfrið sirka 18klst í sólarhring, hinar fjórar klukkustundirnar notar hann í að sinna matardöllunum og sandkassanum ásamt því að þyggja klapp og knús frá þeim sem það vilja gefa.
Ég tók félagann og klippti á honum klærnar í gær, hann sá enga ástæðu til þess að láta fótsnyrtinguna raska miðdegislúrnum og rétt opnaði annað augað á meðan ég spændi af honum klærnar.

Mynd dagsins, Reynir að skera hrygginn, Júri radíovirki að knúsa Vírus vin sinn og svo fleirri myndir “hér”

Ætli ég láti þetta væl ekki nægja í bili.
Bið heilladísirnar að stinga sprotanum í ykkur ;);).

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Kominn tími til að lesa :) Stórt knús til þín, hlakka til að sjá þig von bráðar, nú er þetta alveg að fara að verða stytta í annan endann :)
Knús og kossar,
Haddó
Nafnlaus sagði…
vona að þú farir að finna fiskinn, alltaf gaman að fylgjast með þér á blogginu. kossar úr Kríulandi
Unknown sagði…
Alltaf gaman að skoða þessa síðu og fá fréttir af hafinu.
Kv 2.stýrimaður Málmey SK

Vinsælar færslur af þessu bloggi