..::Það er nú það::..
Það var þokkalega djúpt á þessu bloggi og ég eiginlega dauðsá eftir því að hafa lofast til að skrifa einhverjar línur, já letin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn, Það er með letina eins og öfundina, hún er þeim verst sem hana ber!
Annars er ekki mikið að segja annað en að við erum enn á veiðum í Morocco og búnir að landa tvisvar það sem af er þessu úthaldi, veiðar og vinnsla hafa verið upp og niður eins og gengur.
Af Vírusi er það helst að frétta að hann dafnar vel. Honum þykir best að kúra og tekur í það 16-18 klst á dag, og það er engin bilbugur á honum í ketátinu enda eru þurrfóðurbyrgðir nú í sögulegu lámarki um borð í skútunni.
Í hans huga er lífið alls ekki saltfiskur eða fiskur yfir höfuð, það er hrátt nautaket og hana nú.
Annars lenti félaginn í smá hrakningum í dag, hann hafði troðið sér undir segl sem notað er til að breiða yfir tóg rúllur, þar virðist hann hafa lent í sjálfheldu og var tíndur fram eftir degi, vorum við félagar hans orðnir verulega áhyggjufullir, búnir að fínkemba skipið frá kjöl og uppúr áður en greyið fannst, ég veit eiginlega ekki hvor var ánægðari við eða sá loðni.
Og fyrst ég er komin af stað í þessu bulli þá má ég verð ég að gera aðeins grín af sjálfum mér. Hafsteinn vinur minn á Geysi var að spjalla við mig í stöðina um daginn og sagði að það væri allur fiskur horfin sporlaust, ég heyrði ekki betur en svo að ég hélt að hann hefði sagt sporðlaust og taldi ekki miklar líkur á því að fiskkvikindin hefðu farið langt sporðlaus.
Hafsteinn benti mér góðfúslega á að það ætti að segja sporlaust ekki sporðlaust, ég held hreinlega að ég hafi alltaf sagt sporðlaust, það er þvílík ambaga af því sem það á að vera.
En þetta er mjög algengt að svona orðtök fari út um læri og maga, t.d tala mjög margir reiðbrennandi, en það á að vera reiprennandi.
Svona væri örugglega hægt að halda endalaust áfram hehe.
Ég er með vonið fullt af brjóstum um að ég nái að losa mig við ritstífluna, svona án aðferða sem beitt er við annarskonar stíflu, við förum ekki nánar út í hérna :).
Fyrir þá sem áhuga hafa á því að vita hvenær ég er væntanlegur á klakann þá vísa ég þeim fyrirspurnum á þennan link
Læt þetta duga í dag, bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.
Það var þokkalega djúpt á þessu bloggi og ég eiginlega dauðsá eftir því að hafa lofast til að skrifa einhverjar línur, já letin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn, Það er með letina eins og öfundina, hún er þeim verst sem hana ber!
Annars er ekki mikið að segja annað en að við erum enn á veiðum í Morocco og búnir að landa tvisvar það sem af er þessu úthaldi, veiðar og vinnsla hafa verið upp og niður eins og gengur.
Af Vírusi er það helst að frétta að hann dafnar vel. Honum þykir best að kúra og tekur í það 16-18 klst á dag, og það er engin bilbugur á honum í ketátinu enda eru þurrfóðurbyrgðir nú í sögulegu lámarki um borð í skútunni.
Í hans huga er lífið alls ekki saltfiskur eða fiskur yfir höfuð, það er hrátt nautaket og hana nú.
Annars lenti félaginn í smá hrakningum í dag, hann hafði troðið sér undir segl sem notað er til að breiða yfir tóg rúllur, þar virðist hann hafa lent í sjálfheldu og var tíndur fram eftir degi, vorum við félagar hans orðnir verulega áhyggjufullir, búnir að fínkemba skipið frá kjöl og uppúr áður en greyið fannst, ég veit eiginlega ekki hvor var ánægðari við eða sá loðni.
Og fyrst ég er komin af stað í þessu bulli þá má ég verð ég að gera aðeins grín af sjálfum mér. Hafsteinn vinur minn á Geysi var að spjalla við mig í stöðina um daginn og sagði að það væri allur fiskur horfin sporlaust, ég heyrði ekki betur en svo að ég hélt að hann hefði sagt sporðlaust og taldi ekki miklar líkur á því að fiskkvikindin hefðu farið langt sporðlaus.
Hafsteinn benti mér góðfúslega á að það ætti að segja sporlaust ekki sporðlaust, ég held hreinlega að ég hafi alltaf sagt sporðlaust, það er þvílík ambaga af því sem það á að vera.
En þetta er mjög algengt að svona orðtök fari út um læri og maga, t.d tala mjög margir reiðbrennandi, en það á að vera reiprennandi.
Svona væri örugglega hægt að halda endalaust áfram hehe.
Ég er með vonið fullt af brjóstum um að ég nái að losa mig við ritstífluna, svona án aðferða sem beitt er við annarskonar stíflu, við förum ekki nánar út í hérna :).
Fyrir þá sem áhuga hafa á því að vita hvenær ég er væntanlegur á klakann þá vísa ég þeim fyrirspurnum á þennan link
Læt þetta duga í dag, bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.
Ummæli
flott að heyra að fleiri geti verið "tognaðir á tungu" hahaha hélt að ég væri EIN-stök með þetta, kveðjur handa Vírusi
kv Ásdís