..::Hvar liggur hundurinn grafinn?::..
Ég ætlaði að reyna að koma frá mér einhverjum línum en fæðingin er með þeim erfiðari sem ég hef tekið þátt í, tveir í útvíkkun og allt steinstopp á þessum bænum hehe, og endar sjálfsagt í fæðingarþunglindi ef þetta skánar ekki fljótlega.

Ég held að ritstólpípa dugi ekki á þessa stíflu, og satt best að segja þá held ég að Póllandsferð myndi ekki heldur hjálpa mér út úr þeim ógöngum sem ég virðist komin í á ritvellinum.
En það verður að taka verkið fyrir viljann, ég heyrði einhvertíma sagt að maður fengi einn fyrir að skrifa nafnið sitt rétt ;), samkvæmt þeim góða mælikvarða þá ætti ég að vera komin upp í tvo.

Þetta verður bara að duga ykkur í dag....................
Bið Guðs engla að flögra í námunda við ykkur, bæði dag og nótt.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi